fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 2. mars 2024 10:30

Hafdís og Kleini hafa ferðast mikið undanfarna mánuði, sérstaklega til Ítalíu en þau segja farir sínar ekki sléttar í borginni Róm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafna- og áhrifavaldaparið Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, kallaður Kleini, eru gestir vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Parið hefur haldið sig til hlés frá sviðsljósinu undanfarna mánuði, sérstaklega Kleini sem hefur verið í pásu frá samfélagsmiðlum síðan í lok júlí í fyrra. Í þættinum ræða þau hvað þau hafa verið að bralla undanfarna mánuði, hvað sé fram undan og margt fleira. Þú getur horft á brot úr þættinum hér að neðan eða smellt hér til að horfa á hann í heild sinni.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Á þessu atburðaríka hálfa ári hafa Hafdís og Kleini sett nýtt fyrirtæki á laggirnar og hyggjast koma með eitthvað nýtt og spennandi á íslenskan markað. Þau hafa einnig ferðast mikið erlendis á þessum tíma og eru sum ferðalögin eftirminnilegri en önnur. Eins og þegar Kleini keyrði þau óvart til Albaníu í stað Króatíu, eða þegar þau komust í návígi við ítölsku mafíuna í Róm og þorðu ekki út úr húsi í tvo daga.

„Við erum búin að vera að ferðast til staða sem við ætluðum ekki að ferðast til í rauninni,“ segir Kleini.

Þau hafa farið nokkrum sinnum til Ítalíu, þar sem þau hafa staðið í viðskiptasamningum við ónefnt fyrirtæki.

Rækilegt ævintýri frá Búdapest til Króatíu

Þau lentu í rækilegu ævintýri í Búdapest. „Við áttum að fara í tannferð og það floppaði og var engan veginn eins og samningar áttu að vera. Þannig við leigðum bíl og ætluðum að keyra til Króatíu. Þessi yndislegi maður fór með okkur til Albaníu,“ segir Hafdís og hlær.

Kristján Einar ber fyrir sig að hún hafi sofnað meðan hann keyrði og hafi ekki vísað honum til vegar. Hafdís bendir þá á að bíllinn hafi haft GPS-tæki og því hafi hún talið öruggt að hún gæti hvílt augun. Þau hlæja að þessu og rifja upp dagana í Króatíu, en Hafdís segir þetta örugglega fallegasta stað sem hún hefur heimsótt.

Hafdís og Kleini. Mynd/Instagram @hafdisbk @kleiini

Mafían í Ítalíu

„Okkur finnst æðislegt að fara til Ítalíu en við munum örugglega aldrei aftur fara til Rómar,“ segir Hafdís.

Þau fóru með tveimur sonum Hafdísar, sem eru 14 og 16 ára, í langa helgarferð til Rómar fljótlega eftir jólin 2023.

„Þetta hefði ekki getað verið verra. Það var um miðja nótt þegar við lentum og við fórum að leita að leigubíl. Það hópuðust menn að okkur, með fullt af bílum fyrir utan. Við vorum að ræða við einn um hvert við værum að fara en svo sáum við öryggisvörð flugvallarins koma hlaupandi til okkar með hjólastól og hann ýtti okkur frá. Hann henti öðrum stráknum okkar í hjólastól og sagði honum að þykjast vera fatlaður. Hljóp með okkur í burtu og við eltum hann. Við skildum ekkert en hann sagði: „Mafían, mafían. Ég verð að koma ykkur burt,““ segir Hafdís.

Þau áttuðu sig síðan á því að þau höfðu gefið bílstjóranum heimilisfangið þar sem þau voru að gista.

„Fyrstu tveir dagarnir fóru í það að róa aðstæður, það voru allir í panikki. Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni. Ég hringdi nánast með ekka í mömmu,“ segir Hafdís.

Þau ræða þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgstu með Kleina hér og Hafdísi hér á Instagram. Þau eru einnig á TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Hide picture