fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Hugsi yfir fjáröflunum á Facebook – „Ætti ekki að banna þetta?“

Fókus
Föstudaginn 26. janúar 2024 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að fjáraflanir foreldra á Facebook fyrir afkvæmi sín hafi ekki farið framjá nokkrum manni. Fjölmargir Íslendingar hafa keypt allskonar varning, þó aðallega skeinipappír og rækjur, til stuðning atorkusömum börnum en síðan fengið foreldra þess í heimsókn með góssið. Barnið sést sjaldan.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, skrifaði fyrr í dag stuttan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann velti fyrir sér hvort að ekki væri best að leggja þessa tegund af fjáröflun af enda eru börnin sjálf ekki að læra mikið af þessu.

„Ætti ekki að banna þetta? Smá grín, samt ekki. Við foreldrar að styrkja börn hverra annarra á meðan þau hanga í símanum. Jú, eflaust eru einhver að hjálpa gömlum konum yfir götuna og löglega afsökuð. Vinsælustu foreldrarnir safna mestu fyrir börnin sín. Ég er svo sannarlega sekur um þátttöku. Aldrei liðið jafnkjánalega og þegar við Selma skutluðum út góssinu en barnið var í útlöndum með mömmu sinni,“ skrifaði Kolbeinn Tumi en unnustu hans er Selma Björnsdóttir, leik- og tónlistarkona.

„Em er þetta ekki stórkostlega galið dæmi? Er ekki að setja út á þá harðduglegu foreldra í ýmsum nefndum sem koma slíkum söfnunum á fót. Þar eru hetjur í leit að lausnum, sem eg hef ekki. Nema kannski labba í hús, hringja símtöl og vera fyrirliðar í eigin fjáröflun? Ég hef reyndar pínt börnin mín í að hringja og staðfesta pantanir til að líða örlítið betur með þetta allt saman,“ skrifar Kolbeinn Tumi.

Ljóst er að hann hitti á athyglisverðan punkt því að fjörlegar umræður hafa skapast á þræðinum.

Hér má lesa færslu fréttastjórans í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum