fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Frægasti rass Íslands selur buxur sem undirstrika rassinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 10:59

Brynhildur Gunnlaugsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og fyrrverandi knattspyrnukonan Brynhildur Gunnlaugsdóttir er að gefa út fyrstu fatalínuna sína eftir tveggja ára vinnu.

Hún nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, með yfir 100 þúsund fylgjendur á Instagram og 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. Hún heldur einnig úti áskriftarsíðu á Fanfix þar sem aðdáendur geta keypt aðgang að meira efni frá henni. Hún fékk viðurnefnið „frægasti rass á Íslandi“ fyrr á árinu þegar hún mætti í hlaðvarpsþáttinn Close Friends.

Sjá einnig: Brynhildur opnar sig um brjóstastækkunina og tekjurnar – Þénar milljónir á mánuði

Mynd/Árora Fitness

Í maí greindi hún frá því að hún væri að stofna fyrirtæki og myndi gefa út íþróttafatnað undir eigin merki, Árora Fitness. Stundin er loksins runnin upp og fer netverslunin í loftið í hádeginu.

Það verða bæði æfingabuxur og stuttbuxur til sölu og eins og sjá má á myndunum er lína undir rassinum sem undirstrikar hann, eins konar skygging til að láta hann virðast stærri.

„Eftir næstum tveggja ára vinnu að búa til bestu mögulegu vöruna þá er ég LOKSINS að gefa hana út. Fram og til baka að prófa sýnishorn af efnum og hönnun þar sem ég ætlaði ekki að hætta fyrir en ég fann fullkomnu prufuna,“ segir Brynhildur í færslu á Instagram.

Mynd/Instagram @brynhildurgunnlaugs

„Ég byrjaði í ræktinni fyrir rúmlega sjö árum svo ræktarbuxur og ræktarföt er eitthvað sem ég sjálf hef átt mikið af. Þegar maður er ungur og veit ekki alveg hvað maður er að gera í ræktinni þá hjálpar að vera sjálfsörugg í því sem þú klæðist. You look good you feel good. Þar með get ég með öryggi sagt að ÁRORA ræktarfötin eru þau bestu sem ég hef átt. Ég hugsaði með mér að ég vildi geta valið mína eigin vöru yfir allar þær vörur sem ég átti fyrir. Á morgun getið þið verslað fjórar vörur sem verða partur af fyrstu ÁRORA sportswear línunni og margt fleira á leiðinni.“

Brynhildur birti skemmtilegt myndband á TikTok þar sem hún sýnir frá ferlinu að hanna og framleiða buxurnar.

@brynhildurgunnlaugsslaunching tomorrow &lt3♬ no regrets only memories – nuria.f1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“