Aðdáendur hafa lengi velt því fyrir sér hvort það séu vandræði í paradís. Myndbönd þar sem þau virðast rífast hafa reglulega farið í dreifingu um netheima, eins og á Grammy-verðlaunahátíðinni eða í bílnum.
Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima
Síðastliðið laugardagskvöld voru þau mynduð í fínni verslun á eyjunni Gustavia í Karíbahafi. Þau voru að skoða skartgripi og virtist Affleck vera frekar taugaspenntur að tala við eiginkonu sína. Erlendir miðlar segja hann hafa verið „fúlan“ en samt sem áður tók hann upp myndavélina og tók nokkrar myndir af Lopez.
Grumpy Ben Affleck begrudgingly takes Jennifer Lopez’s photo after tense convo in St. Barts https://t.co/GVsRwtledN pic.twitter.com/BSbyrGgtBz
— Page Six (@PageSix) January 2, 2024
Page Six birti fleiri myndir sem má sjá hér.
Why does Ben Affleck always look like this with wife, Jennifer Lopez? 🙁🤨 pic.twitter.com/omReBGiPbx
— Sabrina Smolders 🦋🌹 (@SabrinaSmolders) December 31, 2023
Það er ekki vitað um hvað hjónin voru að ræða en þau virtust hafa náð sáttum því atvikið endaði á kossi og faðmlagi.
Jennifer Lopez and Ben Affleck in St. Barts. pic.twitter.com/Ap1YvfLhc7
— best of jennifer lopez (@badpostjlo) December 31, 2023