fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Brooke Shields var nauðgað af valdamiklum manni eftir að hafa verið kyngerð frá barnsaldri -„Það er kraftaverk að ég hafi lifað þetta af“

Fókus
Miðvikudaginn 15. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Brooke Shields hefur opnað sig um kynferðisofbeldi sem hún var beitt fyrir rúmlega 30 árum síðan, en hún hefur aldrei tjáð sig opinberlega um það áður því hún taldi að enginn myndi trúa sér.

„Fólk var bara ekki að trúa svona frásögnum á þeim tíma. Ég hélt að ég fengi aldrei aftur vinnu“

Brooke opnar sig núna um brotið í heimildarmynd um hana sem kemur út í apríl og kallast Brooke ShieldsPretty Baby, en þar fer hún yfir það hvernig það var að vera barnastjarna sem var kyngerð úr öllu hófi.

„Það er kraftaverk að ég hafi lifað þetta af,“ sagði Brooke í samtali við People.

Sjá einnig: Alin upp í sviðsljósinu – Sat nakin fyrir 10 ára og lék vændiskonu 11 ára

Hún segir að hún hafi nýlega verið útskrifuð úr Princeton háskólanum á þrítugsaldri og átt erfitt m eð að finna vinnu. Þetta hafi verið á lágpunkti í ferli hennar.

Henni hafi verið boðið til kvöldverðar með valdamiklum manni úr kvikmyndaiðnaðinum og eftir matinn hafi hann boðið henni að hringja eftir leigubíl frá hótelherbergi sínu. Inn á herberginu braut hann gegn henni.

„Ég fór upp á hótelherbergið og hann hvarf í smástund,“ sagði Brooke. Hann hafi þó fljótlega snúið aftur og verið nakinn og þá ráðist á hana. „Hann var bara strax kominn á mig. Þetta var eins og glíma.“

„Ég streittist ekki mikið á móti, ég bara gerði það ekki, ég algjörlega fraus. Ég hélt að eitt NEI hefði átt að duga, og ég hugsaði bara: Haltu þér á lífi og komdu þér héðan út.““ segir hún í heimildarmyndinni.

Hún hafi átt auðvelt með að aftengja sig  frá því sem var að gerast því hún hafði áratugalanga reynslu af því að vera kyngerð og áreitt í gegnum vinnu sína í Hollywood.

Í kjölfarið hafi hún kennt sjálfri sér um. „Ég fór að trúa því að ég hefði einhvern veginn sent honum einhver skilaboð, og svona hafi hann túlkað þau. Ég drakk vín með matnum. Ég fór með honum upp á herbergið. Ég var bara svo auðtrúa.“

Eins og áður segir er von á heimildarmyndinni, sem verður í tveimur hlutum, í apríl. Brooke sagði við People að hún hafi óvart gleymt að vara dætur sínar, sem eru á táningsaldri, við erfiðum frásögnum sem koma fram í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar

Hödd og Andri Freyr nýtt ofurpar
Fókus
Í gær

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið

Þessu hvíslaði Gwyneth Paltrow að lækninum sem kærði hana eftir að hún vann málið
Fókus
Í gær

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum

Jake Paul og „kynþokkafyllsti skautahlaupari í heimi“ stinga saman nefjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“ 

Jeremy Renner stígur fram í fyrsta viðtalinu síðan hann lenti í slysinu – „Ég var með meðvitund allan tímann“