fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Hvetur fólk til að beita edrúfólk ekki hópþrýstingi og smánun – „Hva´ er kjellingin á snúrunni?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 31. desember 2023 20:30

Ragga Nagli. DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, einnig kölluð Ragga nagli, hvetur fólk til að leggja ekki stein í götu þeirra sem vilja halda sér þurrum um áramótin. Frekar ætti að hrósa, hvetja og bjóða upp á óáfengar veigar.

„Ef þínar tær kreppast og efri vörin krullast þegar einhver er ekki með gin í annarri og tónik í hinni þá er líklega tímabært að þú skoðir þína eigin afstöðu til áfengisdrykkju,“ segir Ragnhildur í færslu á samfélagsmiðlum. „Ein besta ákvörðun sem Naglinn hefur tekið var árið 2012 að hætta að drekka áfengi því það einfaldlega passaði ekki inn í lífsstílinn.“

Lúftgítar og trúnó

Þrátt fyrir að vera edrú segist hún í banastuði þegar hún fer á djammið. Missi sig yfir Bubba og Egó, geri lúftgítar og lúfttrommur, dansar uppi á borðum, fer á trúnó inni á klósetti og haldi spontant ræður.

„En Naglinn púllar Houdini og lætur sig yfirleitt hverfa úr partýum uppúr klukkan eitt,“ segir hún. Góður vinur sagði eitt sinn: „Eftir eitt, gerist ekki neitt“. Allavega ekki neitt sem er mannbætandi eða uppbyggilegt“

Flestir virða ákvörðunina

Hún segir flesta virða þessa ákvörðun og ekki reyna að beita hópþrýstingi. Einstaka geri það þó ekki.

„Kommonn maður…einn sjúss drepur nú engan.“ „Hva´ er kjellingin á snúrunni?“ „Æi… það er skemmtilegra ef allir eru að drekka“ eru frasar sem eru til þess fallnir að valda hópþrýstingi og smánun þeirra sem ekki drekka áfengi.

„Líf án áfengis er sparnaður bæði í andlegum og materíalískum skilningi. Sparnaður á hitaeiningum. Sparnaður á peningum. Sparnaður á kvíða. Sparnaður á móral. Sparnaður á samviskubiti…. Djammviskubiti. Sparnaður á timburmönnum. Líf án áfengis er gróði í öllum skilningi,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“