fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Maggi leitaði í áfengi eftir að hafa misst móður sína með sviplegum hætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 19:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarviðtal DV er að þessu sinni við Magnús Sigurbjörnsson ljósmyndara sem hefur gengið í gegnum erfið áföll í lífi sínu, CP-hreyfihömlun, sviplegan móðurmissi, alkóhólisma og sjálfsvígstilraun. Í lífi Magga er þó líka að finna gleði og von og ljósmyndunin veitir honum mikla lífsfyllingu, en Maggi hefur skapað sér nafn sem ljósmyndari í íslensku tónlistarsenunni. 

Það var árið 2009 sem móðir Magga, Elín Snorradóttir, lést í sviplegu slysi í heimahúsi. Gífurlegt og fullkomlega ófyrirsjáanlegt áfall. Næstu tíu ár hneigðist Maggi mjög til drykkju og var mikið á djamminu, gjarnan á popp- og rokktónleikum í miðborginni, oftast undir miklum áhrifum áfengis.

„Ég komst að því seinna að ég var að drekka í sorg. Í tíu ár drekkti ég sorgum mínum og söknuðinum eftir mömmu í áfengi. Mér fannst ég vera öruggari með mig þegar ég var kominn í glas og mér leið betur,“ segir hann, en svo kom vanlíðanin alltaf tvíefld til baka í þynnkunni.

Allt breyttist þetta með því sem kalla mætti þriðja stóra áfallið í lífi Magga, þegar hann reyndi að svipta sig lífi fyrir fjórum árum, en kallaði þó um leið á hjálp og það varð honum til bjargar. Hætti hann að drekka áfengi upp frá því.

Segja má að ljósmyndunin hafi komið í staðinn fyrir áfengið. Eftir tíu ár á djamminu var Maggi skyndilega byrjaður að mæta edrú á tónleika. Þá þurfti hann að hafa eitthvað fyrir stafni og byrjaði að mynda hljómsveitirnar og stemninguna á tónleikunum. Þetta vatt upp á sig. Núna er hann á kafi í tónlistarljósmyndun en myndar auk þess úti í náttúrunni. „Ég er mjög hrifinn af landslagi. En stundum á ég erfitt með að komast á staðina sem ég vil mynda, út af fötluninni.“

Hann segir að mikill munur sé á því að vera edrú á tónleikum en undir áhrifum áfengis. Edrú sé áreitið í umhverfinu miklu meira, en hann höndli það vegna þess að oft sé hann innan um fólk sem hann þekkir vel.

Sjá einnig: Maggi gnúsari tilkynnti um sjálfsvígstilraun á Facebook – „Þá koma þessar ljótu hugsanir um að ég sé ekki nógu góður“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum