fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Jói og Olla stækka verulega við sig – Keyptu 400 fermetra glæsihýsi í Kórahverfi

Fókus
Miðvikudaginn 1. nóvember 2023 14:30

Hjónin glæsilegu eru að stækka verulega við sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Jó­hanna Gísla­dótt­ir, Olla, og Jó­hann­es Ásbjörns­son, Jói, hafa fest kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Aflakór í Kópavogi. Húsið, sem er 396 fermetrar að stærð, keyptu þau um miðjan október.

Hjónin, sem hafa látið til sín taka í veitingarekstri svo um munar, una sér greinilega vel í hverfinu því hús þeirra við Drangakór var nýlega auglýst til sölu á 209 milljónir króna. Það hús er 239 fermetrar að stærð og því eru hjónin að stækka við sig um rúma 150 fermetra. Það verður því nóg pláss fyrir fimm manna fjölskylduna.

Ásett verð á húsinu við Aflakór var 269 milljónir króna en endanlegt kaupverð liggur ekki fyrir. Húsið er afar glæsilegt og hlaut meðal annars Hönnunarverðlaun Kópavogs árið 2014.

Byggingaár hússins var 2008 en í sölulýsingu eignarinnar kemur fram að það hafi verið endurnýjað gríðarlega árið 2020.

Hér má sjá nánari upplýsingar sem og myndir af glæsihýsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt