Eka tók sér frí frá leiklistinni til að vera til staðar fyrir son sinn en hann kom fram í 35 þáttum af Jessica Jones en auk þess lékk hann í þáttunum The Originals og The Defenders.
Leikarinn hefur haldið fylgjendum sínum á Instagram upplýstum um baráttu sonar síns. Fjölskyldan flutti frá Ástralíu til Bandaríkjanna í von um að læknum þar tækist að fjarlægja meinið en allt kom fyrir ekki.
Um var að ræða býsna ágenga tegund heilaæxlis en Mana greindist í byrjun þessa árs. Hann hneig niður þegar hann lék sér á ströndinni í júlí í fyrrasumar þar sem hann virtist hafa fengið flogakast. Hann fékk fleiri köst um haustið en var svo loks greindur með heilaæxli í janúar sem fyrr segir.