fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fór út af sporinu og lífið snerist aðeins um næstu helgi – „Kafli í mínu lífi sem ég væri til í að stroka út“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 28. október 2023 10:29

Júlí Heiðar er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var alveg svona kafli í mínu lífi sem ég væri til í að stroka út, en aftur á móti, ef maður strokar þetta alveg út og reynir að gleyma þessu þá lærir maður ekki af þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Júlí Heiðar Halldórsson.

video
play-sharp-fill

Júlí Heiðar er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV í umsjón Guðrúnar Óskar Guðjónsdóttur.

Sjá einnig: Fannst hann þurfa að gera upp fortíðina fyrir framtíðina

Missti tökin

Í þættinum segir Júlí Heiðar frá tímabili í hans lífi þar sem hann missti tökin á drykkju og djammi.

„Ég fór svolítið út af sporinu. Það var bara rosa gaman sko, aðeins of gaman,“ segir hann.

Síðan hætti að vera eins gaman. „Ég var búinn að missa tök á skemmtuninni. Það var alveg svona kafli í mínu lífi sem ég væri til í að stroka út en aftur á móti, ef maður strokar þetta alveg út og reynir að gleyma þessu þá lærir maður ekkert mikið af þessu.“

Júlí segir að að hann hafi verið „svolítið úti á túni“ frá árunum 2012 til 2025. „Ég var óhamingjusamur,“ segir hann og bætir við að lífið á þessum tíma hafi snerist um næstu helgi.

Allt breyttist eftir að Júlí Heiðar varð pabbi. Mynd/Instagram @juliheidar

Að verða pabbi breytti honum

Allt breyttist eftir að sonur hans fæddist.

„Ég myndi segja að lífið hafi byrjað aftur. Það var svona nýtt start eiginlega. Þessi ábyrgð að verða foreldri, þetta er alveg hellingur,“ segir hann.

„Það svolítið svona breytti öllu. Ég var kominn inn í leikaranámið árið 2015 og þegar ég var þar þá köttaði ég, bæði á vini, sem voru ekki á sömu leið og ég, og líka bara allt ruglið.“

Hann segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Horfðu á þáttinn í heild sinni hér.

Hlustaðu á Júlí Heiðar á Spotify eða YouTube og fylgdu honum á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Hide picture