fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hefur þroskast mikið sem manneskja í gegnum þetta ferli

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2023 08:36

Lilja Sif Pétursdóttir. Mynd/Arnór Trausti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Sif Pétursdóttir, 19 ára, var krýnd Ungfrú Ísland í ágúst á þessu ári.

Undanfarna mánuði hefur hún undirbúið sig af kappi og er stóra stundin loksins runnin upp. Á morgun heldur Lilja til El Salvador þar sem hún mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe. Keppnin verður haldin í 72. skipti þann 18. nóvember næstkomandi.

DV sló þráðinn til Lilju Sifjar til að kynnast henni aðeins betur.

Lilja Sif Pétursdóttir. Mynd/Arnór Trausti

Umönnun aldraðra mikilvæg

Lilja Sif er að læra sjúkraliðann og meðfram náminu vinnur hún á hjúkrunarheimilinu Eir.

„Mér finnst umönnun aldraðra mjög mikilvæg, og mér finnst við sem samfélag eiga að hlúa betur að gamla fólkinu okkar. Það var svo gaman að sjá íbúa Eirar fylgjast með og horfa á keppnina – og ég hlakka til að segja þeim ferðasöguna þegar ég kem heim úr Miss Universe,“ segir hún.

Lilja Sif Pétursdóttir. Mynd/Arnór Trausti

Ómetanlegur stuðningur

Fjölskyldan skiptir Lilju Sif miklu máli og nýtir hún frítímann þessa dagana í faðmi fjölskyldunnar.

„Ég hef verið á miklum ferðalögum eftir að ég vann Ungfrú Ísland, en hef notað síðustu vikur til að njóta þess að hlaða batteríin í faðmi fjölskyldunnar. Svo er alveg ómetanlegt að foreldrar mínir ætla að fara með mér út til El Salvador og vera þar allan tímann á meðan á keppnisferlinu stendur. Svo er von á fleiri fjölskyldumeðlimum út á stóru keppnina 18. nóvember, þannig að ég mun hafa stuðning í salnum,“ segir hún.

Það mætti segja að þetta ævintýri sé draumur sem varð að veruleika. „Mig langaði alltaf að taka þátt í Ungfrú Ísland og um leið og ég var komin með aldur til þess að taka þátt þá sótti ég strax um. Ég ákvað að taka þátt þegar ég sá hvað keppnin var uppbyggjandi og skemmtileg,“ segir hún.

Lilja Sif heimsótti Barnaspítalann fyrr í vikunni.

Ungfrú Ísland situr fyrir svörum

Hvernig var tilfinningin að vinna?

„Tilfinningin sem ég fann fyrir er eiginlega bara ólýsanleg. Ég var ofboðslega glöð, spennt, ánægð og hissa allt á sama tíma. Það er ákveðið spennufall sem á sér stað eftir svona langt ferli – maður vinnur markvisst að einhverju markmiði í heilt sumar, og svo allt í einu uppsker maður glitrandi kórónu og ævintýralegt ár.“

Hvað felst í því að vera Ungfrú Ísland?

„Það felst í því að vera góð og flott fyrirmynd, standa með sjálfum sér og sýnum málefnum og geta frætt fólk um það sem að maður stendur fyrir. Mér finnst miklar ranghugmyndir ríkja um fegurðarsamkeppnir hér á landi – en keppnin er í raun ótrúlega valdeflandi og góður undirbúningur undir svo margt sem maður þarf að tækla í lífinu – eins og til dæmis atvinnuviðtöl, framkomu og samskipti. Svo er mikið lagt upp úr því að keppendur skoði sjálfa sig, þekki gildin sín og viti hvað skiptir þær máli. Ég get alla vega sagt að sjálf hef ég þroskast mikið sem manneskja í gegnum þetta ferli – og mæli með þessu fyrir allar konur.“

Lilja Sif Pétursdóttir. Mynd/Arnór Trausti

Hvaða merkingu hefur titillinn fyrir þér?

„Hann hefur mjög mikla merkingu fyrir mér. Mér finnst svo gott að geta notað titilinn minn til að hjálpa öðrum og að geta frætt fólk um það sem að mér finnst mikilvægt og það sem ég stend fyrir. Ég hef heimsótt Barnaspítala Hringsins, barnaspítala og skóla í Bandaríkjunum og tekið þátt í góðgerðarviðburðum bæði erlendis og hér heima. Mér finnst það svo gefandi og það gefur mér mikið að geta glatt aðra, sem eiga um sárt að binda. Svo er auðvitað mikill heiður að fá að fara fyrir Íslands hönd og keppa á alþjóðlegum vettvangi.

Ertu spennt/stressuð fyrir stóru keppninni?

„Ég er bæði spennt og stressuð fyrir keppninni. Ég veit að þetta verður ofboðslega gaman og skemmtileg lífsreynsla sem mun alltaf fylgja mér en á sama tíma verður þetta svolítil keyrsla og því fylgir alltaf smá stress sem er mjög eðlilegt. Ég er samt vel undirbúin og mun gera mitt allra besta sem fulltrúi Íslands, enda mjög stolt af fallega landinu okkar og sögu.“

Lilja Sif Pétursdóttir. Mynd/Arnór Trausti

Lýstu þér sjálfri í þremur orðum:

„Jákvæð, yfirveguð og góðhjörtuð.“

Hvar verður hægt að fylgjast með þér á meðan þú ert úti?

„Það er hægt að fylgjast með mér á Instagram @liljapetursd og inn á Instagram-síðu Ungfrú Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“