fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður? – Skorað á Karitas og Röggu Gísla

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. október 2023 14:04

Ka­ritas Harpa Davíðsdótt­ir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ka­ritas Harpa Davíðsdótt­ir tón­list­ar­kona samdi nýjan texta við hið vel þekkta lag Ekkert mál með Grýlunum. Lagið flutti hún svo með nýja textanum á sam­stöðufundi kvenna og kvára í Nes­kaupstað í gær. 

Í færslu á Facebook segist Karitas hafa hugsað um og samið textann á mánudagskvöld, degi fyrir kvennaverkfall.

„Í gær­kvöldi meðan ég var að svæfa dótt­ur mína var ég að hugsa um lög­in sem við höfðum skoðað og íhugað, eitt þeirra var „Ekk­ert mál“ með Grýl­un­um. Eins mikið og ég elska það lag, og þá sveit, langaði mig meira að syngja um okk­ur á þess­um degi. Haus­inn minn fór á fullt og ég sett­ist niður eft­ir að Bo­gey sofnaði og skrifaði upp það sem mér þótti geta verið jafn­vel enn meira viðeig­andi á þess­um mikla degi.“

„Mikið væri gaman ef þið Ragnhildur Gísladóttir mynduð taka lagið upp með þessum texta! Ég skora á ykkur tvær að taka höndum saman og endurútgefa lagið með þessum texta!,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir, söngkona og förðunarfræðingur.

Ekkert mál – Grýlurnar

(texti Karitas Harpa Davíðsdóttir)

Hvað er svona merkilegt við það

að vera kvenmaður?

Hvað er svona merkilegt við það

að “passa” börn?

Hvað er svona merkilegt við það,

að sinna heimili?

Passa’ð allir fái rétta stærð í jólagjöf?

Að vinna’á leikskóla?

Ekkert mál

Að vera kennari?

Ekkert mál

Að veita umönnun?

Ekkert mál?

Að sinna þjónustu?

Ekkert mál

Það er ekkert mál

Er nokkuð merkilegt við það, að vera óörugg?

Að geta ekki gengið ein um nótt, með heyrnatól

Ef það er ekkert merkilegt við það,

að vera kvennmaður.

Afhverju má ég ekki fara út, í stuttum kjól?

Að plana sumarfrí?

Ekkert mál

Að plana vikuna?

Ekkert mál

Að plana máltíðir?

Ekkert mál

Fara yfir barnaföt?

Ekkert mál

Ef það er ekkert merkilegt við það,

að vera kvennmaður

Hvernig erum við þá svona mörg að brenna út?

Ef það er ekkert merkilegt við það að sinna þriðju vakt,

fara stórir menn þá í fýlu’ og setj’upp stút?

Að vinna’á leikskóla?

Ekkert mál

Að vera kennari?

Ekkert mál

Að veita umönnun?

Ekkert mál?

Að sinna þjónustu?

Ekkert mál

Það er ekkert mál

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu