fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Litla blíða læðan okkar sem er strax búin að bræða hjörtun okkar“

Fókus
Mánudaginn 23. október 2023 11:25

Þórunn Antonía. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir greindi frá gleðitíðindum á samfélagsmiðlum um helgina.

Fjölskyldan stækkaði og eignaðist hún fallega læðu sem hefur fengið nafnið Leonóra Kisulóra Ljónshjarta.

„Litla blíða læðan okkar sem er strax búin að bræða hjörtun okkar. Fyrir ári síðan misstum við Eld okkar sem var RISASTÓR partur af litlu fjölskyldunni okkar og viku seinna hófst ferðalag sem var ansi strembið og lærdómsríkt við flakkandi milli tímabundinna leiguíbúða, í skjóli góðra vina og allskonar erfitt og fallegt og mótandi búið að gerast. En vitið þið hvað. Ég er þakklát fyrir það allt. Það er svo hvell skýrt hvað skiptir máli, hverjir skipta máli og hversdagsleikinn er rómantískari en manni gæti órað fyrir þegar öryggisleysi og óvissa tekur yfir. Þak yfir höfuðið, þrír litlir hnoðrar sem koma sér fyrir i nýju hreiðri og afar þakklát mamma sem andar nú djúpt og telur upp allt það magnaða sem ég á og ekkert af því er veraldlegt. Ég er umvafin englum og ást,” skrifaði Þórunn á Instagram.

Litla læðan. Mynd/Instagram

Þórunn Antonía hefur undanfarið ár glímt við húsnæðisvanda en fjölskyldan er loksins komin með samastað.

Sjá einnig: Þrautaganga Þórunnar Antoníu á enda – „Ég er komin með íbúð!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?