fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Grínisti mun leikstýra kvikmynd um goðsögn

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 9. október 2023 18:00

Chris Rock og Martin Luther King. Myndir: Wikimedia; Andy Witchger, David Erickson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrir helgi að í undirbúningi sé gerð leikinnar kvikmyndar um mannréttindafrömuðinn Martin Luther King jr.

Óhætt er að segja að King hafi yfir sér goðsagnalega áru í bandarísku þjóðlífi en fæðingardagur hans er opinber frídagur í landinu og staða hans í bandarískri sögu er sterk þótt honum hafi ekki alltaf verið alls staðar vel tekið í lifanda lífi.

Variety greinir frá því að viðræður um að grínistinn Chris Rock leikstýri kvikmyndinni séu langt komnar og að leikstjórinn heimsþekkti Steven Spielberg verði einn af framleiðendum myndarinnar.

Verður kvikmyndin einkum byggð á ævisögu King, King: A Life, eftir Jonathan Eig.

Bók Eig hefur hlotið mikið lof og því verið haldið á lofti að allar aðrar ævisögur King verði miðaðar við hana. Bókin er meðal annars byggð á heimildum úr skjalasafni Alríkislögreglunnar (FBI) sem höfðu ekki verið gerðar opinberar áður og hundruðum viðtala. Á þessum grunni varpar bókin fram mynd af King sem hugrökkum einstaklingi sem glímdi við erfitt tilfinningalíf og krafðist friðsamlegra mótmæla á meðan hann tókst á við eiginn breyskleika og yfirvöld sem ofsóttu hann.

Þar sem kvikmyndin er enn skammt á veg komin í þróunarferlinu hefur ekki verið tilkynnt um neina leikara og því er það enn óljóst hvaða leikari mun takast á við það vandasama verkefni að leika sjálfan Martin Luther King.

Chris Rock, sem hefur unnið fjögur Emmy-verðlaun og þrenn Grammy-verðlaun, hefur leikstýrt þremur kvikmyndum. Head of State árið 2003, I Think I Love My Wife árið 2007 og Top Five árið 2014. Rock fer með hlutverk í kvikmyndinni Rustin, sem verður frumsýnd í nóvember næstkomandi, en hún fjallar um Bayard Rustin, annan bandarískan baráttumann fyrir mannréttindum svartra Bandaríkjamanna og þátt hans í skipulagningu sögufrægrar kröfugöngu til Washington D.C. árið 1963.

Fyrr á þessum ári var uppistand Rock, Chris Rock: Selective Outrage, frumsýnt á Netflix en í uppistandinu ræðir hann meðal annars um atvikið þegar leikarinn Will Smith sló hann utan undir á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“