fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Aukið úthald og kröftugri fullnægingar með því að þjálfa þennan eina vöðva

Fókus
Mánudaginn 18. september 2023 20:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vef kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is og er hér endurbirt með leyfi. 

Hvað er grindarbotn?

  • Grindarbotninn samanstendur af vöðvum og bandvefjum sem styðja við mikilvæg líffæri í mjaðmagrindinni, eins og þvagblöðru, endaþarm og kynfæri.
  • Grindarbotninn líkist hengirúmi sem er fast við kynbeinið og nær aftur að rófubeini.
  • Grindarbotninn samanstendur af allt að 14 vöðvum.

Hvaða hlutverki gegnir grindarbotnsvöðvinn?

  • Hann styður við þvagblöðru, endaþarm og aðstoðar með samdrætti og slökun sem gerir það að verkum að við getum losað þvag, hægðir og loft en einnig að við getum haldið því inni.
  • Einnig styður hann við kynfærin og ef vöðvinn er notaður rétt er hægt að bæta kynheilbrigði til muna.

Til hvers að þjálfa grindarbotnsvöðvana?

Sterkir grindarbotnsvöðvar geta komið í veg fyrir þvagleka og hægðamissi en einnig ýtt undir kröftugri fullnægingu og lengra úthald í kynlífi.

Grindarbotnsæfingar bjóða upp á nattúrulega og áhrifaríka leið fyrir aðila með typpi til þess að auka kynlíf og kynheilbrigði. Þar á meðal:

  • Bætt stinningar virkni. Með grindarbotnsæfingum eykst blóðflæðið til getnaðarlims sem getur stuðlað að sterkari, betri og endingar betri stinningu.
  • Með því að læra að styrkja og stjórna grindarbotnsvöðvunum, nær aðili með typpi betur að stjórna tímasetningu sáðláts og einnig að mynda þol sem leiðir til lengri tíma kynlífs áður en þreytan tekur við.
  • Með sterkari grindarbotnsvöðvum geta samdrættirnir, sem taka til þessa vöðva, leitt til ánægjulegri og öflugri fullnægingu.
  • Styrking grindarbotnsvöðva geta hjálpað til að koma í veg fyrir vandamál og stuðlað að heilbrigðari blöðruhálskirtli.

Hvernig á að framkvæma grindabotnsæfingu hjá aðila með typpi?

  • Samræmi er lykilatriðið. Að læra að stjórna samdráttum og slökun.
  • Liggðu á bakinu með afslappaða vöðva í lærum, rassi og kvið. Hertu hringvöðvann eins og þú sért að stjórna hægða- eða vindmissi og svo slakaru. Reyndu að kreppa ekki rass, læri eða magavöðva á meðan.
  • Einnig er hægt að þjálfa vöðvana á meðan getnaðarlimur er stinnur. Þá spennir þú og losar til skiptis. Þú getur séð hvort æfingin sé rétt ef getnaðarlimur hreyfist upp og niður
  • Þegar þú hefur náð stjórn á hvernig þú gerir æfinguna rétt er hægt að gera hana liggjandi, sitjandi, standandi og á göngu.
  • Þegar verið er að læra æfinguna er mælt með að spenna og losa með stuttu millibili, svo er hægt að fara í að spenna 5 sek, losa og næst 10 sek og losa.
  • Mælt er með að gera þessa æfingu á hverjum degi.

Er hægt að vera með of strekkta grindarbotnsvöðva?

Já. Hægt er að vera með ofvirka grindarbotnsvöðva.

Helstu einkenni þess eru:

  • Verkir í kynlífi, hægðatregða, verkir í mjóbaki og mjöðmum.

Helstu orsök þess eru:

  • Halda í sér þvagi og/eða hægðum. Gerist sérstaklega hjá þeim sem eiga erfitt með að nota almenningssalerni.
  • Streita og kvíði. Líkami okkar svarar streitu, kvíða og ótta með spennu.
  • Áföll og meiðsli.
  • Bólga í blöðruhálskirtli. Þar sem blöðruhálskirtillinn er staðsettur nálægt grindarbotninum getur bólga eða sársauki í blöðruhálskirtli stuðlað að ofvirkum grindarbotni.

Hvað er hægt að gera við ofvirkum grindarbotnsvöðvum?

Áhrifaríkasta meðferðin við ofvirkum grindarbotnsvöðvum er að fara til sjúkraþjálfara sem kenna ýmsar aðferðir til þess að slaka á grindarbotnsvöðvum, liðböndum og sinum.

Sjá einnig: 9 leiðir til að gera trúboðann betri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“