fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ung kona viðurkennir fúslega að hún sé „gullgrafari“

Fókus
Sunnudaginn 27. ágúst 2023 14:00

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona í New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið kölluð „gullgrafari“(e. gold digger) fyrir að eiga kærasta sem er mun eldri en hún. Þetta hugtak er einkum notað um konur sem sagðar eru eiga í samböndum með karlmönnum vegna peninga.

Konan, sem er 24 ára og heitir Semie Atadja, segist ekkert skammast sín fyrir að peningar séu einn helsti hvatinn að því að hún á kærasta sem er 60 ára gamall. Hann heitir Claudio Spilatro og hefur samband þeirra staðið yfir undanfarin 6 ár. Þau munu hafa kynnst á stefnumótasíðunni Seeking Arrangements sem er sögð sérsniðin að vel stæðum og framúrskarandi einstaklingum.

Parið segir 36 ára aldursmun ekki vera neitt vandamál og samband þeirra komi þeim báðum til góða.

Atadja segir hana og Spilatro vera að nota hvort annað. Hann elski ungæðislegan lífsþrótt hennar og hún njóti ávaxtanna af myndarlegri innistæðunni á bankareikningi hans. Hún lætur sér í léttu rúmi liggja að vera kölluð „gullgrafari“ og fer ekkert í grafgötur með að hún sé það. Hún segir að enginn grafi eftir steinvölum og ef hún grafi eftir einhverju sé það gull en ekki drulla.

Spilatro segist elska að fara með Atadja í búðir og kaupa handa henni dýrar lúxusvörur. Hann hefur m.a. gefið henni Birkin-töskur, Chanel-veski, Gucci-sólgleraugu og skartgripi frá Cartier. Hann hefur ekki síður gaman af því að fara með hana í ferðalög.

Hann viðurkennir að kynni þeirra hafi fyrst hafist þegar Atadja var 18 ára og það hafi ekki farið vel í dætur hans tvær sem eru 9 og 10 árum eldri en kærastan. Þær hafi verið upphaflega tregar til að hitta hana en með tímanum hafi tengsl dætranna við kærustu föður þeirra styrkst og að þær hafi lært að samþykkja sambandið.

„Ég elska að leika við börnin þeirra,“ segir Atadja. „Ég kalla þau barnabörnin mín.“

Kærustuparið segjast aldrei hafa verið hamingjusamara. Það verði alltaf til fólk sem muni dæma sambönd eins og þeirra, þar sem um mikinn aldursmun er að ræða. Atadja segir hins hins vegar eina mögulega andsvarið við því sé að vera maður sjálfur og sýna þessu fólki að það hafi rangt fyrir sér.

Atadja og Spilatro segist vera opin fyrir því að ganga í hjónaband einn daginn.

Það var New York Post sem greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram