fbpx
Sunnudagur 12.maí 2024
Fókus

Skilnaðurinn sem skekur Hollywood – Hver á að borga brúsann fyrir börnin? 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 7. júlí 2023 14:00

Christine Baumgartner og Kevin Costner á góðri stund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit er hatrammasti skilnaður Hollywood um þessar mundir skilnaður leikarans Kevin Costner og Christine Baumcartner. Frúin sótti um skilnað eftir 19 ára hjónaband, en hjónin eiga saman  þrjú börn á aldrinum 15 – 12 ára en fyrir átti Costner fjögur börn, þrjú með fyrrum eiginkonu sinni Cindy Silva og eitt með Bridget Rooney.

Ástæðan sem Baumcartner gaf upp var vinnuálag Costner sem væri að hafa slæm áhrif á fjölskyldulífið vegna fjarveru hans meðan hann sinnti starfi sínu. Setti hún honum afarkosti fyrir ári að hætta leik í sjónvarpsþáttunum Yellowstone.

Sjá einnig: Segja að krafa eiginkonunnar um skilnað hafi komið Kevin Costner í opna skjöldu

Nú er það meðlagsupphæðin sem hjónin þræta um og segir Baumcartner mánaðarlega meðlagsgreiðslu fyrir börnin þrjú upp á 52 þúsund dollara eða um 7 milljónir króna „algjörlega óviðeigandi“. Stendur hún fast á því að greiðslan þurfi að vera 248 þúsund dollarar mánaðarlega eða 33,5 milljón króna svo börnin þurfi nú ekki að þreyja þorrann.

Segir í nýjum gögnum sem lögð voru fyrir dómstóla, því þangað er skilnaðurinn kominn, að Baumcartner bendi á að Costner þénar 65 þúsund dala mánaðarlega fyrir að leigja út strandhýsi sitt, eða um 8,8 milljónir króna og það sé mun hærri fjárhæð en henni finnist sanngjarnt að hann greiði með börnum þeirra þremur sem eru öll undir lögaldri.

Fjölskyldan þegar allt lék í lyndi

Hjónin eiga soninn Cayden 16 ára og dæturnar Hayden 14 og Grace, 13 ára. Fram kemur í gögnum að Baumgartner hefur ekki unnið frá árinu 2007 þegar fyrsta barnið fæddist, en að hennar sögn eru börn hennar vön lífsstíl sem felur í sér aðstoðarmenn, sem sjá um tímaáætlun, mtarinnkaup, matargerð, þrif og eldamennsku.

Hins vegar hefur Costner haldið því fram að sú greiðsla sem hann greiðir núna mánaðarlega upp á 51940 dali eða 7 milljónir króna sé eina „sanngjarna“ upphæðin sem hann ætti að greiða í meðlag. Hann fullyrðir einnig að hann hafi einfaldlega ekki efni á að borga meira þar sem hann mun ekki lengur vera hluti leikarahóps Yellowstone.

„Ég mun þéna umtalsvert minna árið 2023 en ég gerði árið 2022,“ segir hann í dómsskjölum. „Þetta er vegna þess að ég er ekki lengur samningsbundinn Yellowstone, sem var mín helsta tekjulind á síðasta ári. Costner hefur einnig áður haldið því fram í gegnum lögfræðinga sína að Baumgartner sé aðeins að sækjast eftir hærra meðlagi til að borga brúsann fyrir eigin eyðslu. Í skjölum kemur fram að hún eyðir meira en 100 þúsund dölum í fegrunaraðgerðir, 13,5 milljónum króna. Costner fullyrðir einnig að Baumgartner hafi spreðað þúsundum dala hátískuverslunum, úttektum úr hraðbanka, byggingarlánum, þóknun lögfræðinga og öðrum kostnaði sem hefur ekkert með börn þeirra að gera.

Baumcartner bað um skilnað og vill meiri pening

Baumgartner, sem þurfti dómsúrskurð til að fá borna út úr 20 milljarða lúxushöll þeirra hjóna, segist vilja nota peningana til að finna hús sem er sambærilegt því lúxúshýsi sem börn þeirra hafa verið vön hingað til. 

Sjá einnig: Hatrammur skilnaður í Hollywood – Eiginkonan hústökukona í tveggja milljarða lúxushöll og sökuð um fjárkúgun

Komið hefur fram áður að hjónin gerðu kaupmála í upphafi hjónabands síns og þrjár fasteignir Costner séu séreign hans samkvæmt kaupmálanum. Kevin segir að hann hafi þegar greitt Baumcartner það sem henni bar samkvæmt kaupmálanum, eða um 200 milljónir króna og þar að auki boðist til að borga flutningskostnað og leigu á nýju heimili fyrir hana, sem hún neitaði og sat sem fastast sem hústökukona í höllinni þar til útburðarbeiðni fékkst í gegn.

Það er ljóst að sum hjón taka orðin „í stríðu“ föstum tökum, sérstaklega þegar kulnar í ástarglæðunum. Líklega höfum við ekki heyrt það síðasta af skilnaðinum sem skekur Hollywood.

Sjá einnig: Hatrammi skilnaðurinn harðnar – Yfirgengileg meðlagskrafa afhjúpuð og meintur friðill neitar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiðarslag fyrir Harry Bretaprins eftir að höllin sendi honum konunglegan fingurinn

Reiðarslag fyrir Harry Bretaprins eftir að höllin sendi honum konunglegan fingurinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum