fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Aron Mola prófaði hugvíkkandi efni – „Tveimur dögum seinna var það pólar opposite, alveg hræðilegt og einhverjar dýflissur opnaðar“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 15:30

Aron Már Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Geggjuð upplifun, ógeðslega fyndið og við hlæjandi,“ segir Aron Már Ólafsson leikari, sem er betur þekktur sem Aron Mola, um ferðalag hans og vinar hans til Suður-Ameríku þar sem þeir fóru til að finna sjálfan sig. Segir Aron Mola að ekkert rafmagn hafi verið á staðnum sem þeir dvöldu á og þeir hafi því verið búnir að hlaða niður fullt af þáttum með Joe Rogan til að hlusta á. „Eina sem við gerðum var að liggja í hengirúmum og hlusta á Joe Rogan, borða eina máltíð á dag.“

Aron Mola er nýjasti gestur í hlaðvarpsþættinum Götustrákar, sem Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason, sjá um. Í þættinum segir hann frá því þegar hann féll í leiklistaskólanum, byrjaði á Snapchat sem varð til þess að líf hans og vinsældir hafa vaxið gríðarlega. Aron Mola sló í gegn í hlutverkum sínum í Níu líf leiksýningunni og þáttaröðunum Svörtu sandar, Ófærð, Verbúðinni og Aftureldingu.

Í brotinu sem sjá má hér fyrir neðan segir Aron frá ferð hans og vinar hans til Suður-Ameríku þar sem þeir prófuðu Ayahuasca, hugvíkkandi efni, og segir Aron frá hvaða áhrif það hafði á hann.

Fyrst segir hann frá því að eftir ferð á Inkaslóðir hafi þeir vinirnir verið með hósta, ekta íslenskan hósta, og þeim hafi verið boðinn drykkur við hóstanum.

„Ég man bara að ég tók þetta og þetta var eins og stíflueyðir eða bensín, lyktaði hræðilega og fór ógeðslega erfiðlega niður. Þá lokaðist öndunarvegurinn og ég hneig niður og ég náði ekki að anda, meðan maðurinn stóð og hló að okkur. Síðan eftir fimm mínútur var ég bara kominn tilbaka og hóstinn farinn. Og ég hugsaði: „Af hverju þetta er ekki til í apótekum heima?“ segir Aron hlæjandi.

„Það nennir enginn í fyrsta heiminum að vakna á morgnana liggjandi í fósturstellingunni og ná ekki að anda. Þetta svínvirkaði alveg í þrjá mánuði, ég þurfti ekki kaffibolla þegar ég vaknaði, ruglað dæmi, leit nákvæmlega út eins og engifer, sama fjölskylda greinilega.“

Aron segir að síðan hafi verið komið að stóru stundinni, að taka Ayahuasca. „Þetta var gott á bragðið miðað við tóbaks djús, þetta bensínglundur. Ég hafði aldrei gert svona áður, upplifað psychedelics [hugvíkkandi efni],“ segir Aron, sem segist hafa tekið stressaður við bollanum sem var réttur að honum.

„Ég hugsaði: „Er þetta sniðugt á ég að gera þetta? Svo kom lítil rödd bara fuck it og ég skellti þessu í mig. Horfði á vin minn og sagði að nú væri ekki hægt að snúa við.“

Aron Mola segir þetta hafa verið ferðalag, en fyrsta klukkutímann hafi hann ekki fundið fyrir neinu. Hann hafi því drukkið annan bolla. Síðan hafi ákveðnir hlutir gerst sem Aron er búinn að lofa vini sínum að verði sagt frá síðar í áskriftarþætti.

„Ég man að ég sat úti í algjöru logni og allt í einu kom vindkviða fyrir aftan mig eins og einhver væri að hlaupa framhjá og ég var bara hvað er í gangi. Bóndinn, [sem var með Aron og vini hans þetta kvöld] var úti að pissa með vasaljós, svo kemur hann labbandi og ég sé öll formin í mörgum litum í kringum hann þegar hann kom. Þau eltu hann og fylltu rýmið, allt fór að dansa upp og niður og gólfið að vera skrýtið. Alveg massíft og ég að trippa,“ segir Aron. Á meðan var vinur hans ælandi og ekki að finna fyrir neinum áhrifum.

„Ég sá græna konu labba inn í rýmið og ég lagðist í kjöltuna á henni og ég fór inn í aðra vídd. Ég gerði þetta tvisvar sinnum, fyrra var rosalega gott og ég sá góða hluti um sjálfan mig og allt það góða og hlýja í lífi mínu. Tveimur dögum seinna var það pólar opposite, alveg hræðilegt og einhverjar dýflissur opnaðar. Engu að síður mjög lærdómsríkt, hollt og gott eins og ég segi.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimunum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram