fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Áhorfendur tóku við þegar söngvarinn gat ekki meira – Sjáðu hjartnæmt augnablik

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski tón­list­armaður­inn Lew­is Cap­aldi var greindur með Tourette sjúkdóminn síðastliðið haust. Söngvarinn sem er 26 ára hefur verið opinn með sjúkdóminn og sagði í viðtölum í fyrra að hann væri að læra á sjúkdóminn.

Tourette er tauga­sjúk­dóm­ur sem ein­kenn­ist af hreyfi- og hljóðkækj­um, en Cap­aldi seg­ir axl­ir sín­ar kipp­ast til þegar hann verður spennt­ur, glaður, kvíðinn eða stressaður. Sagðist hann vilja vera opinskár svo áhorfendur héldu ekki að kippirnir væru vegna fíkniefnaneyslu.

Capaldi nýtur gríðarlega vinsælda um allan heim og hefur haldið tónleika víðs vegar. Tónleikaferðalögin valda þó einnig auknu álagi og hefur komið fyrir að söngvarinn nær ekki að syngja á tónleikum vegna sjúkdómsins. Áhorfendur hafa því oft komið honum til aðstoðar og tekið við þegar sjúkdómur Capaldi hamlar honum að syngja.

Slíkt atvik gerðist á Glastonbury hátíðinni síðustu helgi.b„Fötlun er ekki eitthvað sem þarf að fela. Hún er til staðar samhliða velgengni og gleði. Við vonum að Lewis geti tekið sér frí núna fyrir verðskuldaða hvíld,“ segir í færslu Mental Health Movement í Bretlandi þar sem samtökin deila myndbandi BBC. Þar má sjá Capaldi byrja að syngja lagið Someone You Loved , þegar kækirnir taka yfir svo Capaldi er ófær um að syngja áfram tekur áhorfendaskarinn við. Fallegt og magnað augnablik.

Á þriðjudag var tilkynnt að Capaldi hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu í ár, en fjölmargir tónleikar voru framundan í átta löndum, þar á meðal Íslandi. Í yfirlýsingu segir Capaldi að hann ætli að taka sér hvíld frá tónleikaferðalögum um ókomna framtíð til að aðlagast áhrifum Tourette sjúkdómsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“