fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Viðurkennir að hafa logið að fylgjendum sínum í heilt ár

Fókus
Mánudaginn 19. júní 2023 19:59

Mikaela Testa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska samfélagsmiðlastjarnan Mikaela Testa viðurkennir að hafa logið að fylgjendum sínum varðandi fegrunaraðgerð.

Testa, 23 ára, gekkst undir Brazilian butt lift fegrunaraðgerð en laug því að hafa ekki gengist undir slíka aðgerð þegar aðdáendur hennar tóku eftir breyttu útliti.

Brazilian butt lift er aðgerð þar sem fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. Hún er ein sú hættulegasta sem völ er á en dánartíðni er mjög há miðað við aðrar fegrunaraðgerðir, talið er að um einn af hverjum þrjú þúsund sem gangast undir aðgerðina láti lífið.

Eftir aðgerðina.

„Í heilt ár þá laug ég að fylgjendum mínum að hafa gengist undir BBL. Ég sagði öllum fylgjendum mínum að ég hafði ekki lagst undir hnífinn þegar sannleikurinn er sá að ég var bara að ljúga,“ segir hún í myndbandi á TikTok.

„Þetta er eitt af því ógeðslegasta sem ég hef gert og ég sé eftir þessu á hverjum einasta degi, og ég hef reynt að minnka skaðann sem ég hef valdið, ekki bara mér heldur einnig hjá ungum stúlkum, vegna lyga minna.“

Mikaela eftir aðgerðina.

Testa segir að ástæðan fyrir því að hún hafi gengist undir aðgerðina hafi verið óöryggi. Hún segir að fyrrverandi kærasti hennar hafi verið mjög hrifinn af konum sem höfðu þetta „BBL útlit“.

„Ég varð óörugg og byrjaði að horfa öðruvísi á mig sjálfa,“ segir hún.

Hún segir að eftir aðgerðina hafi hana langað að vera hreinskilin við fylgjendur en hún ákvað að halda þessu leyndu af ótta við gagnrýni.

„Ég skammaðist mín,“ segir hún.

Testa segist sjá eftir því að hafa logið en sér ekki eftir því að hafa gengist undir aðgerðina.

@mikaelatesta♬ original sound – Mikaela Testa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum

Klámstjarna á sjúkrahúsi eftir að hafa sofið hjá 583 karlmönnum
Fókus
Í gær

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“

Æskuvinkona Lindu Pé sagðist ekki þola velgengni hennar – „Þetta særði mig og þá bara sleppti ég og skapaði rými fyrir aðra vini“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna

Elítan hefur tekið ákvörðun um ungu og „stjórnsömu“ kærustuna