Leikarinn Pedro Pascal hefur verið á allra vörum undanfarið. Hann hefur slegið í gegn í geysivinsælu HBO-þáttunum Last of Us og Disney-þáttunum The Mandalorian.
Á dögunum mætti hann á viðburð fyrir Last of Us með meðleikara sínum, Bellu Ramsey. Þau stilltu sér upp fyrir myndatöku og gerði Pascal það sem hann gerir venjulega fyrir myndatökur, hann ssetti höndina á bringuna sína.
Ramsey tók eftir þessu og hermdi eftir honum en spurði síðan af hverju hann gerir þetta alltaf.
„Því þarna er kvíðinn minn,“ sagði hann og klappaði á bringuna sína.
Pascal hefur hlotið mikið lof netverja fyrir að vera opinskár um andlega heilsu. „Þegar ég hélt að ég gæti ekki elskað hann meira,“ sagði einn þeirra.
Bella Ramsey and Pedro Pascal at #TheLastOfUs FYC event
Deadline FYC House + @hbomax pic.twitter.com/fqv7n5eIf6
— Deadline Hollywood (@DEADLINE) April 29, 2023