Þau sýna frá ferðalögum sínum á TikTok og Instagram, en það er óhætt að segja að þau njóti þess að ferðast með stæl. Þau fljúga alltaf í fyrsta farrými og gista á fimm stjörnu hótelum.
Á dögunum flugu þau til Dúbaí og sýndu hvað tveggja milljón króna farmiði með flugfélaginu Emirates felur í sér.
Þau fengu sitt hvorn básinn, sem er hægt að loka. Þú getur beðið flugfreyjurnar um að breyta sætinu þínu í rúm og fengið kodda og sængur. Þú færð hálftíma inni á baði, þar af fimm mínútur í sturtu með heitu vatni. Þú færð einnig gjafapoka með lúxushúðvörum, nóg af kampavíni og kavíar.
Það er kokkur í eldhúsinu og er maturinn eins og á fínum veitingastað. Það er einnig bar í flugvélinni þar sem er hægt að horfa á íþróttaleiki.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@luxetravelcouple Replying to @Terinee P what it’s really like to fly in Emirates First class to Dubai on a 12 hour flight✨🥂 we used points to upgrade and for a long haul flight like this one it’s totally worth it for the extra comfort, dining options, shower & bottomless bar. Do you think it’s worth the $15,000 price tag? #emiratesfirstclass #emiratesairlines #emirates #firstclass #planetok #luxurytravel #luxuryflight #luxurylifestyle ♬ Chopin Nocturne No. 2 Piano Mono – moshimo sound design