fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Innsýn í líf kappaksturshetju

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 1. apríl 2023 09:06

Fyrsti þátturinn í þriggja þátta röð Anatomy of a Champion`með Formúla 1 stjörnunni sjálfri Max Verstappen verður frumsýndur á Viaplay, á morgun, sunnudag 2. apríl. MYND/VIAPLAY.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti þátturinn í þriggja þátta röð Anatomy of a Champion`með Formúla 1 stjörnunni sjálfri Max Verstappen verður frumsýndur á Viaplay, á morgun, sunnudag 2. apríl næstkomandi. Þar gefst áhorfendum einstakt tækifæri til að skyggnast inn í líf Max Verstappen, kappaksturshetjunnar ungu, við þjálfun og keppni í besta flokki í þessari heimsíþrótt.

Kastljósinu er beint að sigurgöngu Verstappens í heimsmeistarakeppninni 2022 en um leið fáum við innsýn í barnæsku ökuþórsins og einstakt samband hans við föður sinn, Jos Verstappen.

Þáttaröðin Anatomy of a Champion gefur áhorfendum og aðdáendum Formúlu 1 óvenjulegt tækifæri til að sjá inn í veröld hins hæfileikaríka Max Verstappen. Strax kornungur leitast hann eftir að ná fullkomnun og skynjar glöggt ábyrgðina á herðum sér undir mikilli pressu gífurlegrar fjölmiðlaathygli.

Í nafni föðurins
Þáttaröðin veitir einnig mikla innsýn í persónulegt líf Max Verstatten og varpar ljósi á náið samband þeirra feðga en faðir hans, Jos, á stóran þátt í að Max hefur náð jafnmiklum árangri og raun ber vitni. Eða eins og Jos Verstappen segir: „Flestir hafa enga hugmynd um hvað þarf til að komast á toppinn í þessari íþrótt.“

´Max Verstappen: Anatomy of a Champion` er skylduáhorf fyrir alla gallharða aðdáendur Formúlu 1 en ekki síður fyrir þá sem hrífast af spennu og tilfinningaþrungnum atvikum sem nóg er af þegar skyggnst er bak við tjöldin í þessari einstöku keppnisíþrótt.

Þættirnir þrír verða á sunnudögum, fyrsti þátturinn verður frumsýndur 2. apríl á Viaplay.

Brot úr þættinum má sjá hér.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný