fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Undirbýr sig andlega fyrir komu besta strákabands í heimi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. febrúar 2023 17:00

Eva Ruza Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni var tilkynnt að hljómsveitin Backstreet Boys væri væntanleg til landsins í lok apríl og það má segja að það hafi í raun vakið meiri usla í samfélaginu en verkfall bílstjóra Olíudreifingar. 

Eva Ruza gleðigjafi með meiru beið ekki boðanna þegar hún heyrði fréttirnar enda mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hún ferðast núna með pappaútgáfu af hljómsveitarmeðlimum í fullri stærð og kynnir þá fyrir áhugaverðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt er að ímynda sér að til sé meiri aðdáandi hljómsveitarinnar en Eva sem fór ásamt vinkonum sínum og sá sveitina á tónleikum í Barcelona síðastliðið haust. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Fer yfir planið í hlaðvarpi Einars Bárðar 

Eva Ruza er gestur Einars Bárðar í hlaðvarpinu Einmitt í þessari viku. Hún er fjölmiðlakona, skemmtikraftur og áhrifavaldur en fyrst og síðast gleðigjafi. Þau ræða um Backstreet Boys og feril sveitarinnar fram og til baka, Króatíu, missinn, og gjöfina að gleðja sem er ekki öllum gefin.  

Fyrstu tónleikar Backstreet Boys í Hallgrímskirkju

Á meðal þeirra staða sem Eva kynnti fyrir drengjunum um helgina voru Smáralind, Perlan og Hallgrímskirkja. Hún aðstoðaði meðal annars pappaútgáfuna af Backstreet Boys við að halda tónleika í toppnum á Hallgrímsskirkju turni. Eva veit sem er að það eru fyrstu tónleikar Backstreet „pappa“ Boys í Hallgrímsirkju turni og hún er fullviss um að það séu líka fyrstu popptónleikar í turninum frá byggingu turnsins. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

Eva sló fyrst í gegn sem kynnir í Color Run sumarið 2015 og síðan þá hefur stjarna hennar risið jafnt og þétt. Þau Einar ræða feril Evu í sjónvarpi, útvarpi og á samfélagsmiðlum og hvernig hún sér hlutverk sitt í gegnum þessa þræði. Eva og Hjálmar Örn Jóhannsson skemmta mikið saman, reyndar svo mikið að sumir halda að þau séu par en það er nú ekki svo. Hún er gift Sigurði Þór Þórssyni sem stýrir Svartakaffi, kaffihúsinu sem fjölskyldan á og eiga þau tvíbura, son og dóttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Í gær

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það