Um helgina birti Kim nokkrar myndir af þeim systrum þar sem þær stilltu sér saman upp á sólbekk.
„Twin souls,“ skrifaði Kim með myndunum á Instagram, sem hafa slegið í gegn og fengið yfir fjórar milljónir „likes.“
Sunneva og Hildur eru staddar á Gran Canaria með áhrifavaldahópnum LXS og virðast vera að njóta sín í botn ef marka má myndirnar sem vinkonurnar hafa verið duglegar að birta á miðlunum sínum.
Sjá einnig: Áhrifavaldadrottningar Íslands lögðu land undir fót til að sleikja sólina
Þær birtu nokkrar myndir þar sem þær endurgerðu myndir Kim og Kylie og skrifuðu með: „Twin bestie.“
„Kim og Kylie who,“ skrifaði fyrrverandi fegurðardrottningin og athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir við færsluna.
„Sláið alveg við Kim og Kylie Jenner systrum,“ skrifaði einn fylgjandi.