fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Áhrifavaldadrottningar Íslands lögðu land undir fót til að sleikja sólina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 08:56

Samsett mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldavinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Birgitta Líf Björnsdóttir, Magnea Björg Jónsdóttir, Ína María Norðfjörð og Kristín Pétursdóttir sögðu skilið við kuldann á Íslandi í gær og flugu til Las Palmas, höfuðborgar Gran Canaria.

Ferðin er í samstarfi við Heimsferðir en ferðaskrifstofan er rækilega merkt færslunum þeirra í Story á Instagram. Þær eru allar með stóran fylgjendahóp á miðlinum en af þeim er Sunneva með flesta fylgjendur, tæplega 57 þúsund. Birgitta Líf með rúmlega 29 þúsund fylgjendur og Magnea með tæplega 28 þúsund.

Áhrifavaldarnir mynda saman hópinn LXS og eru með samnefnda raunveruleikaþætti á Stöð 2. Dansarinn Ástrós Traustadóttir er einnig hluti af hópnum en kom ekki með í utanlandsferðina þar sem hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrr í mánuðinum.

Vinkonurnar klæddust peysum merktum LXS á leið út og aftan á þeim stendur: „Raunveruleiki leiðinlegasta fólks sem þú þekkir.“

Skjáskot/Instagram

Með þessari tilvitnun eru raunveruleikustjörnurnar að gera grín að gagnrýni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttur á þáttunum sem setti allt á hliðina í september í fyrra.

Sjá einnig: LXS-dívurnar snúa vörn í sókn – „Ég er að borga þér nógu mikið“

Það er spurning hvort að hópurinn sé þarna til að taka upp fyrir nýja þáttaröð af LXS, sem er væntanleg í ár. Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir var ekki í fyrstu þáttaröð en er hugsanlega að hlaupa í skarðið fyrir Ástrós.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram