fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Tónlistarmyndböndin sem hneyksluðu – Nekt, kirkja, krossfesting, morð og kjöltudans skrattans

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Sam Smith olli fjaðrafoki nýlega þegar hán gaf út myndband við nýtt lag sitt I’m Not Here To Make Friends. Gagnrýnendur hán kölluðu á að aldurstakmark yrði sett á myndbandið á YouTube og fleiri veitum sökum efnistaka myndbandsins.

Smith ögrar kynjatvíhyggjunni og norminu með myndbandinu, en í því má sjá hán klæða sig á djarfan hátt ásamt meðdönsurum, sveifla sér í kristalsljósakrónum og dansa um fáklætt. Aðdáendur Smith létu sér þó fátt um finnast.

Tónlistarmyndbandið er alls ekki það fyrsta í sögunni sem veldur deilum vegna djarfs innihalds. Undanfarin ár og áratugi hafa mörg myndbönd valdið hneykslan meðal almennings vegna djarfra efnistaka, þó að ávallt séu skiptar skoðanir um hvort myndböndin séu gróf eða ekki.

Myndböndin 10 sem valdið hafa mestri hneykslan hingað til samkvæmt úttekt Daily Mail eru:

Queen – I Want To Break Free (1984)

Strax við útgáfu sló lagið í gegn og náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum. Það sama var ekki um á teningnum í Bandaríkjunum, og er talið að myndbandinu, sem trommarinn Roger Taylor átti hugmyndina að, sé um að kenna. Í því má sjá meðlimi Queen, Taylor, Freddie Mercury, Brian May, John Deacon og Fred Mandel klædda í drag þar sem þeir stæla hina vinsælu sjónvarpsþætti Coronation Street. Dragsenan var viðurkennd í Bretlandi, en það átti ekki við um Bandaríkin.

„MTV voru mjög þröngsýn. Og þeir ákváðu að menn í dragi væri ekki nógu mikið rokk held ég. Svo þeir spiluðu ekki myndbandið,“ segir Taylor. „Ég man eftir því að hafa verið á kynningarferðalagi í miðvesturhluta Ameríku og fólk hneykslaðist: „Við getum ómögulega spilað þetta. Þú veist, það lítur út fyrir að vera samkynhneigt.“

Madonna – Like a Prayer (1989)

Myndbandið olli mikilli reiði á þeim tíma sem það kom út. Í myndbandinu leitar Madonna skjóls í kirkju eftir að hafa orðið vitni að því að þeldökkur maður er handtekinn saklaus fyrir morð á hvítri konu. Brennandi krossar meðlima Ku Klux Klan og blautur draumur Madonnu með þeldökkum dýrlingi var svo til að toppa hneykslun margra áhorfenda.

Vatíkanið gaf út yfirlýsingu daginn eftir útgáfu myndbandsins og fordæmdi það, og margir trúarhópar hættu að drekka Pepsi, þar sem gosdrykkjaframleiðandinn notaði lagið í auglýsingu sinni.

Nirvana – Heart-Shaped Box (1993)

Lagið var það síðasta sem sveitin tók upp áður en söngvarinn Kurt Cobain tók eigið líf og jafnframt þeirra umdeildasta. Cobain sagði myndbandið innblásið af sjónvarpsfréttum um börn sem þjást af krabbameini en skilaboð gegn fóstureyðingum rúlla einnig í gegnum myndbandið. Það inniheldur jafnframt umdeildar senur eins og karlmann á krossi með jólasveinahúfu og konu klædda í Klu Klux Klan búning sem tínir fóstur úr tré.

Þrátt fyrir að myndbandið hafi verið fordæmt af mörgum var það mest spilaða tónlistarmyndbandið á MTV árið 1993 og vann tvenn MTV myndbandstónlistarverðlaun árið 1994, fyrir besta myndbandið og fyrir bestu listrænu leikstjórn.

The Prodigy – Smack My B***h Up (1997)

The Prodigy voru þegar umdeildir fyrir lög sín og myndbönd og Smack My B***h Up kynnti aðeins betur undir gagnrýninni með myndrænum lýsingum á kynlífi, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi.

Myndbandið, sem er tekið í fyrstu persónu sjónarhorni, sýnir kvöld þrungið eiturlyfja- og áfengisneyslu þar sem aðalpersónan ræðst á marga karlmenn og misnotar nokkrar konur kynferðislega. Söguhetjan endar kvöldið á nektardansstað áður en hún sefur hjá einum dansara. Þegar þau sofna út af fyrir framan spegil kemur í ljós að söguhetjan er kona.

MTV sýndi myndbandið aðeins seint um kvöld, en þrýstingur frá hópum eins og bandarísku kvennasamtökunum leiddi til þess að sjónvarpsstöðin tók myndbandið alfarið úr spilun.

The Prodigy gáfu lítið fyrir gagnrýnina og að myndbandið hvetti til ofbeldis og sögðu það táknrænt. Myndbandið var tilnefnt til fernra verðlauna á MTV verðlaunahátíðinni árið1998, og hlaut tvö, fyrir besta dansmyndbandið og Breakthrough Video.

The Prodigy – Smack my bitch up from ArtOfficial Agency CPH on Vimeo.

Eminem – Stan (2000)

Stan er eitt af frægustu lögum Eminem og segir sögu Stan, aðdáanda sem lítur upp til alter ego Eminem, Slim Shady. Eftir því sem laginu vindur fram verður Stan sífellt vonsviknari yfir að Slim Shady svari ekki bréfum hans, og geðheilsu hans hrakar með hörmulegum afleiðingum, hann rænir óléttri kærustu sinni og drepur hana og sjálfan sig um leið.

Myndbandið var ritskoðað og gerð hrein útgáfa svo hægt væri að sýna það í sjónvarpi. Í myndbandinu heldur Stan kærustu sinni í gíslingu í skottinu á bílnum sínum en hreina útgáfan fjarlægir senur af því þegar hún er kýld og bundin. Atriði þar sem Stan drekkur vodka undir stýri voru einnig klippt út, sem og öskur söngkonunnar Dido, í hlutverki kærustunnar, þegar bíllinn steypist út af veginum ofan í á.

Lagið var tilnefnt til fimm verðlauna á MTV verðlaunahátíðinni árið 2001: sem myndband ársins, besta karlkyns myndband, besta rappmyndbandið, besta leikstjórn í myndbandi og besta kvikmyndatakan.

Dirrty – Christina Aguilera (2002)

Christina Aguilera hneykslaði heimsbyggðina með ögrandi tónlistarmyndbandi Dirrty. Í myndbandinu má sjá hana fáklædda í hnefaleikahring á móti fáklæddum karlmönnum. Myndbandið var meðal annars bannað í sjónvarpi í Thailandi, þó ekki vegna kynferðislegs undirtóns þess, heldur vegna veggspjalda í bakgrunni myndbandsins sem auglýsti kynlífsferðamennsku í landinu.

Þó myndbandið hafi valdið hneykslan á sínum tíma sagði Aguilera nýlega að hún ætti ekki í neinum vandræðum með að sýna börnum sínum myndbandið því hún vill kenna þeim að kynlíf er fullkomlega eðlilegur hluti af því að vera manneskja.

„Dirrty var mjög umdeilt á sínum tíma, en það væri það ekki í dag. Ég vona að ég hafi rutt brautina fyrir konur og sett þá reglu að þær geta verið hvaða útgáfa af sjálfum sér sem þær vilja vera og verið stoltar af því.“

Robin Thicke með T.I. og Pharrell Williams – Blurred Lines (2013)

Söngvarinn Robin Thicke olli reiði meðal kvenna víða um heim fyrir texta og myndband lagsins Blurred Lines og vísan textans til nauðgana. Myndbandið sýnir konur ganga um í g-strengjum meðan söngvarnir horfa á þær og syngja: „Ég veit að þú vilt það.“

Upphaflega myndbandið var bannað á YouTube vegna nektar á meðan hrein útgáfa þess var leyfð. Fyrirsætan Emily Ratajkowski kom fram í myndbandinu og sagði það hafa startað ferli hennar í Hollywood. Síðar sagði hún myndbandið hafa verið það versta sem hún hefði tekið þátt í. Sagði hún Thicke hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tökustað og að hann hefði þreifað á berum brjóstum hennar aftan frá, en hún taldi hann hafa verið ofurölvi. Robin neitaði ásökunum hennar og sagði þær fáránlegar.

Miley Cyrus – Wrecking Ball (2013)

Cyrus losaði sig endanlega við Disneybarnastjörnustimpilinn með því að koma nakin fram í umdeildu myndbandi Wrecking Ball. Í myndbandinu situr hún á og sveiflar sér á málmkúlu, sleikir sleggju og brýtur veggi.

Myndbandið sem sló met í áhorfi þegar það kom út fylgdi í kjölfar alræmdrar framkomu Cyrus á World Music Awards verðlaunahátíðinni þar sem hún gekk um klædd aðeins brjóstahaldara og nærbuxum, á meðan hún twerkaði og gaf áhorfendum puttann.

Cyrus viðurkenndi síðar að hún sæi eftir myndbandinu: „Ég mun alltaf vera nakta stelpan á rústbolta. Ég sleikti sleggjuna. Ég hefði átt að hugsa hversu lengi þetta mun fylgja mér.“

Kanye West – Famous (2016)

Kanye West hneykslaði aðdáendur sína með furðulegu myndbandi Famous sem sýndi orgíu af nöktum frægum einstaklingum í sama rúmi. West, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Kim Kardashian, sáust nakin og sofandi, ásamt tíu öðrum stjörnum.

Rúmfélagar þeirra sem Taylor Swift, Ray J., Amber Rose, Caitlyn Jenner, Bill Cosby, George W. Bush, Donald Trump, Anna Wintour, Rihanna og Chris Brown, sem öll hjúfruðu sig við hlið hjónanna. Kynfæri karlmannanna voru hulin undir lakinu, en sama átti ekki við um konurnar.

Myndbandið fékk neikvæðar viðtökur á YouTube og safnaði næstum jafnmörgum þumlum niður eins og þumlum upp. Einstaklingarnir sem gert var grín að í myndbandinu voru vægast sagt heldur ekki hrifnir, enda komu þeir ekki fram í myndbandinu heldur tvífarar þeirra eða vaxeftirmyndir.

Lil Nas X – Montero /Call Me by Your Name (2021)

Margir eru hrifnir af því að Lil Nas X, sem er samkynhneigður, fagni samkynhneigð í myndböndum sínum. Aðrir töldu myndband Montero siðlaust og skaðlegt börnum. Í myndbandinu má sjá rapparann sveifla sér á súlu til helvítis þar sem hann gefur skrattanum sjálfum kjöltudans.

„Þetta er svívirðilegt, ógeðslegt og öfugsnúið og á pálmasunnudaginn sjálfan. Rapparanum finnst að satanísk tilbeiðsla eigi að vera almenn og eðlileg. Ég held að það hafi aldrei verið betri ástæða en þessi til að slaufa LilNasX,“ sagði Kristi Noemi, ríkisstjóri Suður-Dakóta.

Nas brást við gagnrýninni á Twitter: „Það er fjöldaskotárás í hverri viku sem ríkisstjórn okkar gerir ekkert til að stöðva. Það að ég renni niður mér niður tölvugerða stöng er ekki það sem mun eyðileggja samfélagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“