fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kristín Sif skipulagði styrktartónleika fyrir Hrönn – ,,Svo einstaklega frábær manneskja sem á marga vini og allir vilja styðja“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. febrúar 2023 11:00

Kristín Sif og Hrönn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrktartónleikar fyrir Hrönn Sigurðardóttur, afrekskonu í ólympíufitness og eiganda verslunarinnar BeFit, verða haldnir föstudagskvöldið 24. mars. Það er Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, sem á veg og vanda að kvöldinu.

,,Mér datt í hug að styðja við hana með tónleikum, bæði til að styðja hana með fjármagni en ekki síður til að styðja hana með því að sýna henni hvað það eru margir sem eru í kringum hana og til staðar,“ segir Kristín Sif. 

Hrönn er 44 ára gömul, hún og eiginmaður hennar Sæmundur Bæringsson eiga fjögur börn. Hrönn berst við skætt fjórða stigs krabbamein og er hún stödd í Danmörku þar sem hún sækir sér óhefðbundna læknismeðferð. ,,Meðferð sem kostar tíma frá fjölskyldu og vinnu ásamt því að kosta peninga. Meðferðin sjálf og ferðalagið fram og tilbaka,“ segir Kristín Sif. 

Hrönn var útnefnd manneskja vikunnar í lok janúar í morgunþættinum Ísland vaknar á K100. Kristín Sif vakti jafnframt athygli á átakinu og myllumerkinu #einnfyrirhronn sem vinir Hrannar í fitness-heiminum byrjuðu með nýlega til að standa við bakið á Hrönn.

Sjá einnig: Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Á tónleikunum koma fram Páll Óskar, Stebbi Jak, Hreimur Örn og Rúnar Eff. 

,,Það var enginn vandi að velja, þegar ég spurði Sæma hver væri hennar  ,,go to performer“ á svona kvöldi eða lag þá sagði hann Páll Óskar og Ást við fyrstu sýn. Stebbi hefur þekkt Hrönn frá því þau voru lítil og þau bæði vildu að hann tæki lög á þessu kvöldi. Hreimur er einstakur snillingur og mér finnst hann svo frábær og skemmtilegur að ég henti á hann línu og hann sagði strax stórt JÁ. Rúnar Eff og Hrönn eru vinir að norðan og tóku saman þátt í Söngvakeppni framhaldskólanna og þegar ég heyrði í honum þá var hann spenntur og það var ekki spurning að hann myndi vera með.“

Kristín Sif fékk leyfi Hrannar til að skipuleggja tónleikana.  ,,Henni fannst það alveg skrítið og kannski pínu erfitt að þiggja svona en samþykkti þetta.“

,,Það eru æðislega góðar viðtökur, Hrönn er auðvitað svo einstaklega frábær manneskja sem á marga vini og allir vilja styðja. Það eru töluvert margir miðar farnir strax svo að þetta er algjörlega frábært og fólk hvatt til að tryggja sér miða ef það vill ekki missa af því að komast að.

Miðaverð á tónleikana er 2.500 kr., sem gildir einnig sem happdrættismiði. Jafnframt er hægt að styrkja söfnunina með því að kaupa happdrættismiða á 1.000 kr., 5.000 kr. og 10.000 kr. sem gilda sem happdrættismiðar og styrkur, en ekki sem aðgöngumiði á tónleikana.

Einnig er styrktarreikningur opinn fyrir Hrönn og fjölskyldu hennar. Reikningurinn er á nafni Heiðrúnar, systur Hrannar:

Reikningsnúmer: 0511-14-031999
Kennittala: 290482-3809

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram