fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Ólafur og Ragnheiður selja einbýlishúsið – „Leitar nú að nýjum eigendum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 14:30

Ólafur og Ragnheiður Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Agnarsdóttir, stofnandi Heilsufélagsins, og Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda hafa sett ein­býl­is­hús sitt við Ham­ars­gerði á sölu. 

Húsið er 181,8 fm að stærð, þar af bílskúr 40 fm, byggt árið 1959 og er mikið endurnýjað.

„Fallega húsið okkar með dásamlega garðinum leitar nú að nýjum eigendum,“ segir Ólafur í færslu á Facebook.

Húsið er á tveimur hæðum auk kjallara og skiptist í forstofu, hol, stofu og borðstofu, eldhús, hjónaherbergi og fataherbergi og baðherbergi á neðri hæð. Á rishæð eru fjögur herbergi og baðherbergi. Í kjallara, sem er með sérinngangi og einnig innangengt á efri hæð,er forstofa, herbergi og baðherbergi, auk sjónvarpsherbergis sem er óskráður í fermetratölu hússins. Hægt væri að nýta kjallarann sem séreiningu, jafnvel til útleigu.

Afgirt gróin lóð er til suðvesturs með timburverönd og heitum potti. Hiti er í bílaplani og útitröppum. 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Frekari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 4 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna