fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sunna berst fyrir þolendum kynferðisofbeldis – „Þegar maður er þetta lítill áttar mig sig ekki á að það sé verið að brjóta á manni, þetta var bara ekki skemmtilegur leikur“ 

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 09:16

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er lengi búinn að vera draumur minn. Ég fann aldrei samastað, fann hvergi þann skilning sem ég var að leita eftir og fannst ég vera öðruvísi.

Ég var með endalausan lista af neikvæðum lýsingarorðum um sjálfa mig en mestmegnis var líf mitt spurningarmerki. 

Sunna litla sveitastelpa

„Ég skildi ekki líf mitt,“ segir Sunna Kristinsdóttir, ein af stofnendum Skjóls, sem veitir þolendum ofbeldis öruggan stað til að koma saman og deila reynslu sinni og finna styrk hvert hjá öðru.

“Fundirnir eru fyrir þau sem hafa upplifað ofbeldi. Það er hvers og eins að dæma hvort þau hafi orðið fyrir ofbeldi. Fundirnir eru fyrir jafningja og við leitumst við að finna hvar við eigum best heima.“

Sveitastelpa

Sunna er fædd og uppalin á Bakkafirði, þar sem hún var bæði félagslynd og einmana, sífellt að leita sér að stað í lífinu.

Alltaf í leit að viðurkenningu lenti Sunna í eldri strákum sem síðar voru dæmdir fyr­ir kyn­ferð­is­legt sam­neyti við barn.

Litla Sunna

Reif samt kjaft

„Þegar maður er þetta lítill áttar mig sig ekki á að það sé verið að brjóta á manni. Mér fannst þetta bara ekki skemmtilegur leikur. 

Í dag næ ég alltaf miklum og góðum tengslum við við börn því ég man svo vel eftir þessu árum sjálf og er mjög fljót að sjá rauðu flöggin.“  

Sunna segist þó stöðugt hafa rifið kjaft.

„Enda kom í ljós að ég er með með bullandi ADHD svo og áfallastreitu sem stafaði af kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi frelsissviptingu og einelti. 

En ég náði þó alltaf að kynnast fólki því ég var svo félagslynd og alltaf að skipta um vinahópa.“ 

Og svo Akureyri

Sunna var 13 ára þegar að fjölskyldan flutti til Akureyrar. Samskiptafærni Sunnu var ekki upp á marga fiska og  og var hún utangátta.

Hún leitaði því viðurkenningar hjá strákum og karlmönnum og  aðeins 14 ára byrjar hún með tvítugum manni. 

Lífið varð vítahringur misnotkunar og ofbeldis. 

Sunnu fannst húnn alltaf feit og þróaði með sé átröskun. Hún er aftur á móti einfaldlega hávaxin, 180 sentimetrar á hæð.

„Ég varð var fyrir mjög alvarlegu  ofbeldi í útilegu í lok grunnskóla en mér var alveg sama. Ég var einfaldlega búin að gefast upp á þessu tíma, sökum áfallastreitu.“ 

Sunna segist muna eftir að finnast hún stundum hverfa út úr líkamanum og vera einhvers staðar annars staðar að hvíla sig á meðan  önnur tók við stjórninni. Sú var re

Nauðgun?

„Á þessum árum komu stundir sem ég bar vandamál mín undir jafnaldrau mína en þeirra viðbrögð voru alltaf sjokk. Og þegar ég fann fyrir því sama hjá fagaðilum þá ákvað ég að loka á að ræða allt sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Sunna. 

Það var ekki fyrr en Sunna varð fyrir mjög alvarlegu ofbeldi, nauðgun í 9. bekk sem, hún leitaði til Aflsins á Akureyri.

„Þá vissi ég ekki einu sinni hvort um nauðgun hefði verið að ræða enda sveitastelpa og hafði bara séð nauðganir í bíómyndum. En á þessum tíma var taugakerfið hrunið og mér fannst ég vera orðin geðveik.“ 

Sunna Kristinsdóttir

Sunna segir að á þessum tímapunkti hafi filterinn verið farinn. 

„Ég var komin með svo mikla áfallastreitu að ég sagði bara eitthvað og fólk þorði varla lengur að spyrja hvernig mér liði. Ég var tikkandi tímasprengja af vanlíðan í skólanum.

Daginn eftir að mér var nauðgað hljóp ég grátandi til stelpu í næsta húsi. En við vorum bara fimmtán ára og mjög vanmáttugar að díla við svona áfall en hún stakk upp á að ég talaði við Aflið því hún þekkti stelpu sem átti mömmu sem vann þar.“

Aflið til staðar

Sunna fór í Aflið þar sem vel var teki á móti henni og hún sagði sögu sína. 

„Þær voru til staðar fyrir mig og sögðu að það þyrfti að fara með mig á neyðarmóttökuna því það þurfi alltaf að tilkynna ofbeldi gegn börnum. 

Ég þorfði ekki að hringja í mömmu og pabba og vildi ekki fara ein en ein af sjálfboðaliðunum kom með mér á spítalann.“

Sunna 16 ára. Þá bjó hún enn á Akureri en flutti fljótlega til Reykjavíkur.

„Ég var skoðuð og sagt að það þyrfti að láta foreldra vita, en spítalinn gerði það ekki. Svo ég bað þessa konu að koma heim með mér og segja frá, því mamma mín hafði þurft að ganga í gegnum svo mikla erfiðleika, og sérstaklega með mig.

Ég þoldi ekki að hugsa til þess að mamma þyrfti að þola að það væri verið að meiða dóttur hennar. Aftur og aftur.“

Skilningur og orka

Aflið var eini staðurinn sem Sunna fann fyrir alvöru skilningi og upplifði orku. 

„Allir þessir kennarar, sálfræðingar, námsráðgjafar og ég veit ekki hvað sem ég fór til? Þeir vinna mjög faglega og viðhalda því  ákveðinni fjarlægð á milli sín og skjólstæðings en það er ekki að hjálpa þegar manni vantar ekkert meira en hlýju. 

Sunnu segir sig einfaldlega hafa vantað bara faðmlag, að einhver tæki utan um hana og segði að allt yrði í lagi.

„Og það er nákvæmlega það sem Skjól stendur fyrir, jafningjastuðning. Einhvern sem grípur í höndina á þér og hefur lent í hinu sama.“ 

Sunna mótmælir niðurfellingu kynferðisbrotamála.

Sunna flutti suður. Sveitastelpla, skíthrædd við höfuðborgarsvæðið. 

„Ég losnaði aldrei við þessa tilfinningu, að þurfa að finna einhvern sem skildi mig. Ég var bara barn og við getum í hreinskilni orðað það þannig að það var ekki búið að misnota allar vinkonur mínar. Ekki ennþá.

Þegar maður eldist er það það þannig að þú getur talað við næstum hvaða konu sem er og hún á slæmar upplifanir að baki.“ 

Frumkvöðull á Facebook

Sunna var komin í framhaldsskóla fyrir sunnan þegar henni datt í hug að búa til Facebook hóp. 

„Þá var enginn slíkur hópur til og þessi er enn til. Þar inni byrjaði mikil heilun og margir fóru að tala um þá misnotkun sem þeir höfðu orðið fyrir, líka karlmenn.“

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

„Þetta var fyrir um áratug, til dæmis var Druslugangan ekki byrjuð, og þar eignaðist ég vini og vinkonur sem ég tengdist nánum böndum. 

Ég man til dæmis eftir einni stelpu sem sendi mér skilaboð og bað mig um að koma og aðstoða sig. Henni hafði verið nauðgað en gerði sér ekki grein fyrir því. 

Ég vissi hvernig henni leið, því ég hafði verið í hennar sporum og sjálf ekki viljað fara til lögreglu nema einhver væri með mér.  

Hún var undir 18 ára aldri og ég fór með hana niður á lögreglustöð og þurfti enn og aftur að grípa inn í vinnubrögð lögreglu þar, bæði hneyksluð og reið.

Ég hafi sjálf reynslu af vinnubrögðum lögreglu frá því ég var beitt ofbeldi á Akureyri og vissi hvað átti ekki að gera.“

Henni var sagt að hafa réttargæslumann sem myndi leiða hana í gegnum þetta. 

Sunna segist hafa haldið ró sinni en verið fljót að benda á stúlkan væri 17 ára og ekki í hennar verkahring að leita uppi réttargæslumann heldur bæri lögreglu að hafa samband við barnaverndarnefnd. 

„Það búa ekki öll ungmenni að því að hafa forráðamenn sem geta tekið á svona málum, staðan er bara þannig, og lögregla á að vita það.

Sérkennileg svör lögreglu

„Lögreglumaðurinn svaraði að jú, það væri líka hægt. Líka hægt? Þetta eru lög. Lögreglu ber skylda að láta barnaverndarnefnd vita komi barn undir lögaldri og segi að sér hafi verið naugðað.“

Það er ekki eins og þetta hafi verið vondur maður, hann einfaldlega vissi ekki betur.“ 

Sunna var þarna aðeins 21 árs gömul en hokin af reynslu. 

„Ég hef líka lent í því að hringja í lögreglu vegna morðhótana og ofbeldis sem ég eða aðstandandi hefur lent í og lögregla bað einstaklinginn að koma niður á stöð að gefa skýrslu. 

En ekki núna, á mánudag, það sé ekki opið.“

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

Sunna hristir höfuðið, er ofboðið. 

„Hvað er átt við? Hvað ef hún verður myrt um helgina? 

Ég hef hringt í Neyðarlínuna og sagt að það sé einstaklingur á svæðinu sem hóti drápi. Og þá hef ég fengið ,,augnablik”- og svo bara bið.

Sjálfboðaliðasamtök að standa sig vel

Sunnu finnst margt vanta upp á viðbrögð hins opinbera við neyðarástandi. 

„Yfirleitt eru það sjálfboðaliðasamtök sem eru vljugust að aðstoða. Þeir sem eru í neyslu reiða sig til dæmis mikið á frú Ragnheiði, alkóhólistar á  tólf spora samtökin og þeir sem ætla að  fyrirfara sér leita til Píeta-samtakanna.

Allt vegna þess að þú kemst ekki að í heilbrigðiskerfinu?“ segir Sunna. Skilur þetta ekki. 

„Mér finnst vanta inn í umræðuna hversu oft sjálfboðaliðasamtökin bjarga mannslífum, stundum daglega, og allt út af því að nauðsynlega þjónustu er ekki að fá hjá hinu opinbera.“ 

Flogaveikin hefur tekið sinn toll af Sunnu

„Ég tók mér algjört hlé frá öllum vímuefnum í þrjú ár af því að ég var orðin svo flogaveik aftur. Ég er með flogaveiki sem kom út frá öllum áföllunum sem ég varð fyrir þegar ég var yngri. 

Flogaveikin lá aftur á móti niðri þar til ég lenti í gríðarlegri ástarsorg, fylltist sjálfseyðingarhvöt og fór að nota mikið af eiturlyfjum og taugakerfið hrundi.“ 

Prjónanámskeið?

Sunna spáir í þau úrræði sem eru til staðar. 

„Ég var hjá Virk  og gera svo margt tilgangslaust, á prjónanámskeiði og læra að búa til ferilskrá. Ég er búin að vinna frá því ég var tíu ára og kann mæta vel að gera ferilskrá. Það þarf auðvitað að vera mikið úrval í endurhæfingu 

Svo átti að senda mig á námskeið sem hét Konur tala saman og spurði hvað það væri. Hún sagði mér að þetta væri fyrir konur sem ættu erfitt með að tjá sig og ég horfði bara á hana og spurði hvort ekki væri betra að senda mig á námskeið um konur sem þurfa að læra að halda kjafti. “

Sunna má ekki aka bíl vegna flogaveikinnar.

Flogaveikin hvarf ekki þótt Sunna hætti að drekka. Né þótt hún hætti að borða hveiti, sykur og hvaðeina.

Flogaveikisköst koma einu sinni í mánuði og eru alvarleg. Til dæmis má Sunna ekki aka bíl og sýnir blaðamanni öll örin sem hún hefur fengið við köstin. 

Sem eru óhugnanleg sjón. 

„Þessi úrræði og endurhæfing sem ég fékk hentaði mér ekki eða ég hentaði þeim ekki. Ég ætla ekki með góðri samvisku að taka pláss sem kemur öðrum vel og þarf virkilega á að halda.

Að tilheyra og hafa tilgang

Sunna segir tvennt vera mikilvægast fyrir alla, að tilheyra og hafa tilgang. Og þetta tvennt þurfi  ekki að vera á sama stað. Þú getur tilheyrt fjölskyldu og haft tilgang í vinnunni – en þetta tvennt þurfa allir. 

„Og þessu vil ég ná fram í Skjóli. Þegar þú kemur þangað ertu ekki bara að leita þér aðstoðar, þú hefur líka eitthvað fram að bjóða með því að mæta og deila þinni reynslu.“

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

Innblástur frá 12 spora kerfinu. 

Innblástur Skjóls kemur frá 12 spora kerfinu.

Skjól er með aðstöðu í Hvíta húsinu í Kópavogi, gamla kvennafangelsinu, þar sem Skjól fær að vera með vikulega fundi. 

„Helst myndum við vilja fá að vera óáreitt í eigin húsnæði en það sem ég stefni að er að opna fleiri og fjölbreyttari deildir. Það er ótrúlegt og kjánalegt en þegar að konur tala um vandamál sín eru þær alltaf minntar á að karlmenn eigi líka við vandamál að stríða.

Það er eins og maður þurfi að afsaka sig og taka fram að að aðrir stríði líka við erfiðleika.“ 

Sunna segir að þessi krafa sé alltaf frekar gerð til kvenna en karla.

„En ég held að þetta séu vaxtarverkir því við erum að sjá miklar breytingar í umræðunni á siðustu 20 árum, til dæmis varðandi klæðaburð kvenna. Mér finnst alltaf jafn fyndið að sjá sömu karlmenn hneykslast yfir kúgun á slæðum og gagnrýndu stutt pils ekki alls fyrir löngu.“ 

Byltingin skilar sér

Sunna telur byltingu síðustu áratuga vera að skila sér.

„Ég mæli með því að þeir sem ekki eru mjög upplýstir um þessa hluti, og frekar áhorfendur, taki ábyrgð og kynni sér málin. Þú vilt ekki líta til baka eftir einhver ár og skammast þín fyrir afstöðu þína .Því eftir 10 til  20 ár verður sjálfsagt að konur tali opinskátt um ofbeldið, það er ekkert annað i boði í mínum huga.

Hvar eru konurnar sem voru svo kröftugar og létu heyra í sér fyrir fimm árum? Ég skal segja þér það, þær eru í „börnáti”. 

Ég get ekki einu sinni talið allar þær vinkonur mínar sem hafa verið að skrifa opinberlega, halda ræður og ekkert heyrist í núna. Þær eru komnar i kulnun af álagi. Og það er álag af völdum þess að tala um mannréttindi!

Þær eru að fá morðhótanir, eru rakkaðar niður, og það er hreinn viðbjóður hvað sumt fólk lætur fara frá sér.“  

Sunna hefur margoft slasast vegna flogaveikinnar.

Hvaðan kemur krafturinn?

Aðspurð hvaðan allur kraftur kemur til að standa í baráttunni þagnar Sunna og hugsar augnablik.

„Krafturinn? Það hjálpaði mér enginn. Ég þurfit alltaf að öskra og lemja frá mér sjálf, alveg frá því ég var krakki. Ég svaraði alltaf fyrir mig og vildi vera hnyttin eins og pabbi minn og bróðir.

Ég var alltaf orðheppin, orðin 180 sentimetrar um fermingu enda alltaf kölluð Sunna stóra. Ég man eftir að hafa litið í spegil á unglingsárunum, var að tékka á bólu, og fór að pæla Hvað ef ég væri fullkomin? Myndi þá nokkur taka mark á mér? Ég held ekki. 

Ég hef alltaf getað nýtt mér stærðina og þá ekki bara líkamlegu stærðina heldur röddina því og finna að karlmönnum er oft ógnað þegar ég set dýpt í hana.“

Sunna viðurkennir að eiga þó stundum erfitt með að finna drifkraftinn, „út af ADHD-inu, flogaveikinni og öllum lyfjunum sem ég er á,“ eins og Sunna segir. 

Sérhæfðir fundir nauðsyn

„Draumurinn fyrir Skjól er að fá betri aðstöðu fyrir fleiri og sérhæfðri fundi.

Ég vil hafa sérstaka fundi þar sem fólk getur rætt um einelti, aðra þar sem fjallað er um heimilisofbeldi og enn aðra til dæmis um vinnustaðaofbeldi. Við verðum að geta rætt allar tegundir ofbeldis í öruggu rými.

Við þurfum aðskilda karladeild, hinsegin deild, kvennadeild og eldri deild.“

Ég hef talað við mikinn fjölda einstaklinga sem hafa orðið hafa fyrir ofbeldi, alla flórunu, karlmenn, kvenmenn, kvár. Það er staðreynd sú að því líkara sem fólkið sem með þér er er þér, því betur líður þér. Og því þurfum við fleiri deildir.“ 

Vex hratt

Skjól fór hægt af stað en hefur vaxið hratt.

„Og þeir sem hafa komið, hafa komið til að vera, og því veit ég að þetta mun stækka. En ég vil halda í einlægnina og þegar að fimmtíu manns eru mætt á fund er mun erfiðara að halda í einlægnina og fundirnir fara að minna meira á ráðstefnur. Þetta þurfa að vera deildir og það má ekki gleyma þvi að stundum vilja verða hagsmunaárekstrar því það kemur fyrir að þolendur beita ofbeldi. 

Margar þeirra kvenna sem leita til Skjóls eru öryrkjar, það eru hræðilega mikil líkamleg einkenni sem ofbeldi skilur eftir sig. 

Og ég vil ekki útiloka neinn, sanngirni og réttlæti er markmiðið.“ 

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

 

Hversu stór er vandamálið varðandi neysluofbeldi? 

„Hræðilegt. Það koma vikulega fram konur og segja sínar sögur en þær eru bara toppurinn á ísjakanum.  Og þess vegna köllum við þær með réttu hugrakkar því það eru hundrað konur sem ekkert segja á móti einni sem stígur fram. 

Fullorðnar konur eru líka farnar að koma fram, sem getur verið erfitt því margt hefur verið grafið til margra ára og flóknar tilfinningar að baki.

Það verður svo mikil siðferðishnignun hjá fólk sem er í neyslu. Þegar að fíknin tekur yfir þá er næstum allt annað sett til hliðar. Og með því fyrsta sem fer er almenn skynsemi, hreinlæti, ábyrgð og aðrir grunnþættir Og svo fer siðferðið, og þetta þekki ég af eigin reynslu, það er ekki bara meðan að víman stendur yfir því þú verður það sem þú umkringir þig með.“

Ástarsorgin

Áfengi og fíkniefni voru aldrei vandamál fyrir Sunnu á yngri árum. Hún var orðin 25 ára þegar hún lenti í erfiðri ástarsorg og við tók neysla. 

„Mér leið svo illa að ég tók meðvitað ákvörðun um að vera sama. Maður hættir að sofa og vill aldrei fara heim, finna bara næsta partý. En ég er sem betur fer ekki með þennan venjulega líkama sem þoli margar ára neyslvegna áfallastreitu í taugkakerfinu  og flogaveikin blossaði upp enda átti ég það til að vaka í fjóra til fimm sólarhringa í einu.“

Sunna Kristinsdóttir Mynd/Anton Brink

„Það vissi enginn í fjölskyldunni að ég var í þetta mikilli neyslu, því ég átti enga neyslusögu og hafði alltaf verið frekar hrædd við fíkniefni.

Reyndar var Sunna óttalega græn í þessu, og skildi ekkert af hverju fólk vildi ADHD lyfin hennar. Hún uppgötvaði síðar að fólk sprautaði sig með þeim. 

Þegar foreldar mínir komust að neyslunni voru þau afar hrædd, ég búin að ganga í gegnum allt mitt og flogaveik og þau vildi vanda sig og gera það rétta í stöðunni. Þeim var ráðlagt að gefa mér afarkosti, að annaðhvort færi ég í meðferð á Vog eða ég fengi ekki að búa hjá þeim lengur. 

„Og þetta voru hárrétt ráð, ekki síst miðað við húsnæðismarkaðinn í dag. Ég ætlaði ekki að verða heimilislaus og sagði bara já og amen. Ég fór á biðlista en ákvað að byrja strax sjálf, fór niður á geðdeild og bað um ráðgjöf. Ég er svo þrjósk að ég ætlaði að gera þetta almennilega. 

Og svo fór að ég fór aldrei á Vog, ég hætti bara sjálf.“

Næstu skref með Skjól? 

„Okkur vantar fjármagn. Það skiptir mestu og bráðlega stefnum við á fjársöfnun. 

Ég er í framlínunni í aktivisma á Íslandi, í grasrótinni í baráttunni gegn ofbeldi og mun halda því áfram.

Ég verð að vera þar en öll þurfum við samhygð og samhug og alltaf að hafa hugann við hvað við getum gert betur“, segir Sunna Kristinsdóttir. 

Það er unnt að styðja við starfsemi Skjóls á hér á vefsvíðu samtakanna

Hér má sjá vefsíðuna í  heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið