Sönggyðjan Madonna er alltaf með puttann á púlsinum og það sýndi hún vel í nýjasta myndskeiðinu sem hún deildi á TikTok en þar tók hún sína eigin útgáfu af vinsælum TikTok-dans sem er innblásinn af atriði úr sjónvarpsþáttunum Wednesday.
Upphaflega var dansinn í þáttunum dansaður við lagið Monster Mash en á TikTok hefur verið vinsælt að dansa þessi spor við lagið Bloody Mary eftir Lady Gaga.
Því vakti það sérstaka athygli að Madonna dansaði við Lady GaGa lagið enda hafa þær lengi eldað grátt silfur saman. Því túlka margir spor Madonnu sem eins konar tilraun til að grafa stríðsöxina.
@madonna♬ original sound – heyy
oh wait she doesn't have beef with Gaga anymore!? https://t.co/KHdRvlq2nw
— Aa (@shrimp_cookie) February 2, 2023
Does this mean Madonna is cool with Lady Gaga now? https://t.co/2oLnWEt2C0
— Zoey G. (@zoeyag) February 2, 2023
imagine telling a Gaga or Madonna fan in 2011 that 12 years later Madonna would be posting a video dancing to Bloody Mary https://t.co/6HmMLtLmTs
— anyways (@famemxnster) February 2, 2023
Deilur Madonnu og Gaga má rekja aftur til þess tíma sem Gaga gaf út aðra plötu sína í fullri lengd. Á þeirri plötu mátti finna lagið Born This Way sem var strax borið saman við lag Madonnu – Express Yourself.
Gaga var ekki hrifinn af þeim samanburði og kallaði hann heimskulegan. Enginn gæti sakað hana um að hafa stolið nokkru frá Madonnu heldur hefðu hún bara gripið diskó-andann sem hafi verið til löngu fyrir tíð Madonnu og komið því inn á topplista útvarpsstöðvanna. Það þýddi ekki að hún væri að herma eftir Madonnu heldur mikið frekar að Gaga væri sniðug.
Madonna sagði þó í viðtali árið 2015 að það væri ljóst að Gaga væri að herma bæði eftir ímynd hennar sem og tónlist.
Gaga ræddi svo um samskipti sín og Madonnu í heimildarmynd sinni árið 2017 og þar sagði hún:
„Að segja mér að þér finnist ég vera drullusokkur í gegnum fjölmiðla er eins og ef strákur myndi rétta mér miða í gegnum viða sinn þar sem stæði – Vini mínum finnst þú sæt.“
Lady Gaga er svo sjálf að sjálfsögðu búin að gera myndband með dansinum fræga.
@ladygaga BLOODY WEDNESDAY #fyp ♬ original sound – heyy
Hér má sjá upprunalegu dansporin úr Wednesday: