Onlyfans-stjarnan Birta Blanco er komin með nýjan kærasta og heitir sá heppni Hrafnkell.
Hann á allt hjarta Birtu og eru þau tvö að einbeita sér að hvort öðru. Hún hefur áður lifað fjölkærum lífsstíl en horfir björtum augum til framtíðar.
Birta og Hrafnkell kynntust fyrst fyrir rúmlega áratug en það var ekki ást við fyrstu sýn. „Það fyndna er að við þoldum ekki hvort annað,“ segir Birta kímin í samtali við DV. „Svo mögulega sá ég að hann líkaði mig á Smitten og ég ákvað að athuga hvert hlutirnir myndu fara, og þeir fóru á besta veg og ég er stolt að eiga hann að.“
Fókus óskar nýja parinu velfarnaðar á þessum skemmtilegu tímum.