fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Óþekkum börnum var hótað með andlitslausa skrímslinu – Átakanleg saga drengsins sem varð að þjóðsögu eftir skelfilegt slys

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var fátt sem hræddi börn í Pensilvaníu meira en Græni maðurinn, einnig þekktur sem Andlitslausi Kalli (Charlie No-Face)

Var hann sagður vafra um götur borgarinnar á næturnar og leita uppi iðjuleysingja og óþekktarorma. Hvað hann nákvæmlega var sagður gera við slíka einstaklinga fór eftir hver sagði söguna.

Raymond Robinson lenti í hræðilegu slysi sem barn.

Hann var einnig sagður sjást oft í almenningsgörðum á næturnar svo og á labbi um fáfarnari vegi utan við borgarmörkin. 

Hann var kallaður „Græni maðurinn“ því samkvæmt þjóðsögunni hafði Kalli hinn andlitslausi orðið fyrir eldingu sem gerði það að verkum að hann lýstist upp og varð grænn eftir að dimma tók. 

Sannari en flestar sambærilegar sögur

Slíkar þjóðsögur eru alþekktar í flestum menningarheiminum en munurinn á Græna Kalla og öðrum sambærilegum sögum er að Græni maðurinn var raunveruleg manneskja af holdi og blóði.

Hann hét Raymond Robinson og var langt frá því að vera illmenni.

Raymond leitaði aldrei neinn uppi, hann forðaðist fólk, og aldrei skaðaði Raymond nokkurn mann. Hann  var aftur á móti oft á ferð á nóttunni því honum fannst gott að fá sér göngutúra. En hann fór einungis út á næturnar, bæði til að hræða ekki fólk svo og til að verða ekki fyrir áreiti. 

Sagan af eldingunni er ekki svo fjarri sanni þar sem Raymond fékk hann í sig 11 þúsund volta rafmagnsstraum var átta ára gamall , árið 1919. Var að hann þá að leita eggja í hreiðri uppi á rafmagnsstaur. 

Raymond var ekki hugað líf. Hann var með hroðaleg brunasár, sérstaklega á höndum og fótum, en andlit hans varð hvað verst úti. Hann missti augu og nef svo að eftir stóðu aðeins þrjár holur í andliti hans. Munnur hans var einnig skakkur og skældur. 

Raymond hélt aftur á móti bæði heyrn og getu til tals.

Raymond Robinson lifði ekki bara slysið af heldur varð hann 74 ára gamall. Hann vildi þó aldrei ræða líf sitt.

Forðaðist fólk

Á þessum árum var enga hjálp að fá við slíkum áverkum. Tíðarandinn var slíkur að foreldrar Raymond vissu að hann átti aldrei afturkvæmt í samfélagið og fór Raymond til ekki aftur í skóla þótt að sár hans gréru að mestu.

Raymond var enn á barnsaldri þegar hann hóf að forðast fólk, bæði vegna þeirra grimmdarlegu ummæla sem látin voru um hann falla en einnig var hann afar meðvitaður um að fólk óttaðist hann vegna útlitsins.

Raymond fannst gott að fara í gönguferðir en helst á kvöldin þegar minni hætta var að rekast á fólk. Og það var í einni slíkri gönguferð sem sagan um Græna Kalla fór á flug fyrir alvöru. 

Raymond mun hafa verið um það bil 12 til 14 ára þegar að hópur menntaskólakrakka, sem hafði laumast út um nóttina að djamma, ók upp að honum þar sem hann var á gangi. Sennilegast hafa ljósin á bílnum endurkastast á andliti hans með þeim afleiðingum að náfölt andlit Raymond virtist grænt í skini ljósanna í náttmyrkrinu. 

Ungmennin óku á eftir „skrímslinu“ og köstuðu í Raymond bjórdósum.

Lygasögurnar

Raymond var blindur og gekk við hækju og er aðeins hægt að ímynda sér skelfingu hans hans á flóttanum. Hann varð  í kjölfarið það hræddur við viðbrögð fólks að hann fór aðeins út fyrir hússins dyr á næturnar.

En það varð hálfgert „sport“ hjá sumum unglingum að finna Græna manninn og níðast á honum. 

Það voru fleiri en óþekk ungmenni sem rákust á Raymond í gegnum árin. Öðru hvoru sást til Græna mannsins og urðu sögurnar af hryllilegu útliti hans sífellt ýktari, svo og af meintum illvirkjum hans. 

Saumaði og söng í einverunni

Einangrun Raymond jókst því eftir því sem árin liðu. 

Raymond hélt sig að mesta leiti heima hjá foreldrum sínum þar sem hann bjó til leðurvörur á við belti og seðlaveski auk þess að vefa mottur og teppi, sem systkini hans seldu við veginn, neðan við hús fjölskyldunnar.

Hann mun alltaf hafa útvarp í gangi við hlið sér við vinnuna og lærði öll þau lög er oftast voru spiluð og söng hástöfum með.

Raymond sat oft við þessi göng í almenningsgarði á næturnar, reykti og söng, í von um að enginn væri á ferli.

Vinir Græna Kalla

Aftur á móti trúðu ekki allir hryllingssögunum, sérstaklega ekki þeir sem mundu eftir, eða höfðu heyrt af, slysinu skelfilega sem litli drengurinn hafði orðið fyrir fyrir ótalmörgum árum. 

Hópur fólks tók sig saman og myndaði það sem mætti kalla lítinn klúbb vina og velunnara Raymond. 

Hópurinn hittist reglulega á matsölustað og skipti með sér kvöldum til að leita uppi Raymond til að færa honum sælgæti, bjór og sígarettur. Hópurinn reyndi einnig að fræða fólk, sagði engum stafa hætta af Rayomond, og láta af öllu áreiti og ofbeldi í hans garð.

Og hætta að hringja á lögregluna þegar það sæi Raymond á gangi, sem honum fannst alltaf jafn erfitt. 

Grimmd og andstyggilegheit

Aldrei heyrðist Raymond segja neikvætt orð um nokkurn mann. Hann þakkað aftur á móti alltaf með virktum fyrir þær litlu gjafir sem meðlimir hópsins færði honum reglulega. Hann var hópnum einnig þakklátur fyrir að koma sannleikanum um sig á framfæri. 

Peter Pavlovik var einn meðlima hópsins og í viðtali árið 1998 sagði hann að sama hversu oft hann hefði varað nýja félaga klúbbsins við útliti Raymond, hafi öllum þeim er sáu hann hann í fyrsta skipti verið jafn brugðið. 

Raymond ásamt nokkrum af velunnurum sínum.

Í viðtalinu sagðist Peter þó ekki hafa verið reiður þeim sem hræddust Raymond, það hafi verið skiljanlegt.

Hann hafi aftur á móti alltaf reiðst jafnmikið þeim sem nýttu fötlun Raymond sér til skemmtunar. 

‚Hann var ljúfur, oft syngjandi, en annars afar feiminn og stundum aðeins of trúgjarn. Sumum fannst fyndið að taka af honum hækjuna, svo hann átti erfitt með að komast heim. Stundum kom það fyrir að fólk bauð honum far heim en ók með hann eitthvað út í bláinn og skildi hann þar eftir.

Rayomond var blindur og gat enga björg sér veitt þegar að fólk skemmti sér við að hrekkja hann á svo andstyggilegan hátt. Stundum gekk fólk enn lengra og keyrði hann ekki bara með hann langar veglengdir, heldur barði hann einnig illilega og skildi eftir, algjörlega hjálparvana,“ sgði Peter í viðtalinu.  

Raymond var þakklátur fyrir þá vináttu sem honum var sýnd en forðaðist samt sem áður samskipti við flesta af biturri reynslu. Aldrei heyrðist Raymond kvarta yfir örlögum sínum en væri gengið á hann sagði hann líf sitt vera eins og það væri, því yrði aldrei breytt. Lengra gekk hann ekki. 

Eftirsjá, hlýja og sorg

Raymond Robinson lést árið 1985, 74 ára að aldri. Hann var þá kominn á hjúkrunarheimili en gekk um nágrennið, syngjandi með hækjuna sína, allt þar til heilsan gaf sig endanlega.

Gröf Raymonds, hins andlitslausa, Robinson.

Enginn veit nákvæmlega hvað hann þurfti að þola í gegnum árin eða jafnvel hvernig hans daglega líf var, þar sem hann neitaði alltaf kurteisislega að ræða um líf sitt og líðan, jafnvel við vini sína í hópnum.

Sagan af Græna Kalla lifir enn góðu lífi í Pensilvaníu þótt að í dag sé Raymond Robinson ekki lengur minnst sem ljóta kallsins heldur barns sem varð fyrir hryllilegu slysi. Hræðsla og illgirni hefur breyst í hlýju, eftirsjá og sorg.

Eða eins og Peter Pavlovik sagði í viðtalinu fyrir aldarfjórðungi;

„Hugsið ykkur hvernig líf hans hefði hefði getað orðið hefði þjóðfélagið sýnt þá gæsku og skilning sem við teljum eðlilega í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram