fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West

Fókus
Föstudaginn 1. júlí 2022 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Bush Hager hefur ýmislegt að segja um afmælisveislu North West, dóttur raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og rapparans Kanye West.

Jenna Bush Hager er bandarísk fjölmiðlakona, rithöfundur og þáttastjórnandi morgunþáttarins Today with Hoda & Jenna á NBC. Hún, ásamt tvíburasystur sinni Barböru, er dóttir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna George W. Bush, og fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna Lauru Bush.

Í þætti Today í gærmorgunn gagnrýndi hún Kim Kardashian harðlega fyrir að hafa haldið „eyðslusama og yfirgengilega“ afmælisveislu fyrir North, sem varð níu ára. Page Six greinir frá.

„Ég á níu ára dóttur og hún fékk ekki svona afmælisveislu,“ sagði Jenna Bush. „Því þetta partí var allt of mikið!“

Jenna á þrjú börn með eiginmanni sínum Brian Hager, þau: Milu, 9 ára, Poppy, 6 ára, og Hal, 2 ára.

Mynd/Instagram

Fyrr í vikunni deildi Kim Kardashian myndum úr afmæli North á Instagram.

North og afmælisgestir hennar ferðuðust með einkaþotu sem var skreytt að innan eftir þema afmælisins – sem var draugaleg óbyggð (e. spooky wilderness).

Afmælisstúlkan og vinkonur hennar gerðu ýmislegt skemmtilegt í skóginum, eins og bogfimi og „zip-line.“

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Þær gistu síðan allar í rúmum sem voru skreytt með dádýrahöfðum og gerviblóði.

Grínistinn Michelle Buteau, sem var að stjórna þættinum með henni, var sammála Jennu og sagði að afmælið hefði verið „yfirgengilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu