fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Sagan á bak við fyrsta skiptið sem Sigga Dögg og Sævar stunduðu kynlíf – „Hann sneri sér við og þar stóð ég nakin“

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 10:00

Sigga Dögg og Sævar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur og eiginmaður hennar Sævar Eyjólfsson eru nýjustu gestir Ásgríms Geirs Logasonar í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása.

Sigga Dögg er þekktasti kynfræðingur landsins, rithöfundur, fyrirlesari og  sjónvarpsstjarna með meiru. Sævar er frá Bolungarvík og er fyrrverandi fótboltamaður. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum.

Hjónin gengu í það heilaga í New York í maí og héldu aðra athöfn og veislu á Íslandi á laugardaginn síðastliðinn.

Nýbökuðu hjónin fara um víðan völl í viðtalinu og segir hlæjandi Sigga Dögg frá fyrsta skiptinu sem þau stunduðu kynlíf – en það er kannski óhætt að segja að sjaldan hafa samfarir verið jafn skipulagðar.

Í sleik í kirkjugarði

Sagan byrjar á þeirra öðru stefnumóti. Þau voru á leið í Vesturbæjarlaug og gengu í gegnum kirkjugarð þar sem þau stoppuðu til að spjalla og fara í sleik – en Sigga Dögg viðurkennir fúslega að hún sé með kirkjugarðablæti og elskar að skoða alls konar kirkjugarða hérlendis og erlendis.

„Ég finn mikla ró í kirkjugörðum og elska kirkjugarða,“ segir Sigga Dögg.

„Við sátum þarna í þessum kirkjugarði og vorum í sleik […] og svo vorum við í voða einlægu spjalli og ég var að segja honum hvað ég tel vera mína bresti og hvar ég er lítil í mér, bara mjög mikil einlægni á ferð,“ segir Sigga Dögg.

„Svo sagði ég við hann: „Mér finnst mjög mikilvægt að vita hvenær við ætlum að sofa saman. Og hann bara: „Já ákveður maður það, gerist það ekki bara?“ Ég bara: „Nei, neinei, þú býrð með dóttur þinni, ég á þrjú börn, við þurfum að skipuleggja þetta. Þetta gerist ekki að sjálfu sér og fræðin mín líka styðja ekki við það að þetta er eitthvað organískt flæði. Þannig þetta verður skipulagt.“ Og hann bara ókei og ég: „Nennir þú að opna calendarið þitt?““ segir Sigga Dögg hlæjandi og bætir við að hún notar „calendar“ í símanum sínum fyrir allt.

„Hann opnaði símann og ég sagði: „Hvað segirðu um annað kvöld klukkan átta?““

Þar með var það ákveðið, Sævar sendi dóttur sína í bíó í Egilshöll og Sigga Dögg kom beint til hans eftir vinnu.

Kaffi? Nei, mök!

„Ég hringdi í hann á leiðinni, var búin að halda marga fyrirlestra yfir daginn og spurði hvort ég mætti ekki fara í sturtu hjá honum […] Ég mætti þarna og Sævar sem sagt var bara eitthvað ógeðslega sætur og ætlaði að hella upp á kaffi […] Ég stökk í sturtu um leið og ég kom til hans […] svo kom ég fram og hann eitthvað sneri baki í mig og var að vesenast í kaffinu og sneri sér svo við og þar stóð ég nakin. Hann alveg: „Já! Ég var að gera kaffi handa okkur.“ Og ég alveg: „Við erum ekki komin til að drekka kaffi, við erum komin til að hafa mök.“ Ég eitthvað labbaði inn í herbergi og spyr hvort við ættum ekki bara að kýla á þetta,“ segir Sigga Dögg hlæjandi.

„En svo var þetta geggjuð stund, mjög falleg stund. Svo bara hringdi síminn: „Viltu koma að ná í mig í bíó, bíóið búið.“ Fullkomin tímasetning. Og þetta var magnað. En ég kem til dyranna eins og ég er klædd og þetta var pínu upphafið á okkar, við mætum gjörsamlega berstrípuð og berskjölduð til dyranna og sýndum alla okkar liti.“

Sigga Dögg segir að vinkonur hennar hefðu verið orðlausar þegar hún sagði þeim söguna og spurt hvort hún hafi allavega rakað sig undir höndunum – sem hún gerði ekki – og spurðu af hverju hún hafi ekki farið í samfellu.

„Ég sagði að ef að hann er ekki að fara að mæta mér þarna þá skulum við komast að því fyrstu vikuna. Ef honum fannst þetta hræðilegt þau eigum við enga samleið saman,“ segir hún. En þau áttu heldur betur samleið og eru nú gift tveimur árum seinna.

Þú getur hlustað á þáttinn á öllum helstu streymisveitum eða með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022

Kristján Jón er sterkasti maður Íslands 2022
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum

Svona lengi á kynlífið að endast samkvæmt kynlífssérfræðingnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang

Jón Gnarr segir íslenskar jarðarfarir leiðinlegar og íhugar nýjan starfsvettvang
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”

Eitraðar pillur í harðskeyttri deilu áhrifavaldanna Þórunnar og Alexsöndru – „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu”