Allt ætlaði um koll að keyra í gær þegar áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson birti nokkrar sjóðheitar myndir úr baðferð með kærastanum.
Færslan var auglýsing fyrir Dr. Teals baðvörurnar en það er óhætt að segja að Helgi hafi verið aðalstjarnan í þessari auglýsingu.
Á myndunum má sjá Helga í baði og á nokkrum þeirra má sjá glitta í kærasta hans, Pétur Sveinsson.
View this post on Instagram
Færslan vakti mikla lukku meðal fylgjenda hans og settu margir eldtjákn (e. emoji) við færsluna, með vísun í hversu heit myndasyrpan er.
Eitt er víst, Helgi kann að fara í almennilegt bað.