fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Nektargjörningur Elísabetar vekur athygli – „Mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað“

Fókus
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 15:38

Elísabet Jökulsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir flutti örfyrirlestur um eitthvað fallegt á Svavarssafni, athygli hefur vakið að í gjörningnum sveiflaði Elísabet af sér kjólnum til að sýna að hún „væri líka eitthvað fallegt.“

Gjörningurinn hefur vakið töluverða athygli en Vísir ræddi við Elísabetu sem útskýrir nánar hugmyndina á bakvið hann. Hún segist hafa raðað steinum í kringum sig og farið með lítinn fyrirlestur um fegurðina, sagt að hún væri viðkvæm eins og kynlíf og trúmál.

„Svo sveiflaði ég kjólnum af mér til þess að sýna að ég væri líka eitthvað fallegt þegar ég var að lesa upp eitthvað fallegt, þó ég væri 64 ára og tíu kílóum of feit, af því að það er eitthvað fallegt við okkur öll,“ segir hún í samtali við Vísi.

Snæbjörn Brynjarsson átti hugmyndina að gjörningnum og hjálpaði Elísabetu á meðan á honum stóð. Elísabet segir að viðtökurnar við þessu hafi verið góðar.

Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Elísabet gerir nektargjörninga en hún segir að það sé þó mjög langt síðan hún hefur þorað því. „Þetta er alltaf mjög frelsandi og fólk er ekkert hneykslað, það tekur þessu bara svona eins og þetta er. Maður er að sýna sig og fólk er ánægt með að einhver þori því,“ segir Elísabet enn fremur í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands