Það er eitt verst geymda leyndarmál fjölskyldunnar að meðlimir hennar notast við alls konar myndvinnsluforrit áður en myndirnar rata á samfélagsmiðla. Stundum er það svo illa gert – eins og í tilfelli Khloé – að myndunum er eytt.
Khloé birti mynd af sér á hótelherbergi í París og tóku glöggir aðdáendur eftir því að mitti hennar væri mun minna en venjulega.
Einnig bendir bakgrunnur myndarinnar til þess að það hafi verið átt við fleiri líkamshluta, eins og axlir, handleggi og læri.
Myndin olli það miklu fjaðrafoki að raunveruleikastjarnan tjáði sig um málið á Twitter og neitaði að hafa deilt myndinni en sagðist ekki geta útilokað að einhver úr teyminu hennar hafi gert það.
Hins vegar greina erlendir miðlar, eins og Page Six, og Instagram-síðan Problematic Fame frá því að Khloé hafi sjálf birt myndina.
Khloé virðist vera mjög annt um ímynd sína. Þegar amma hennar, MJ, birti óbreyttri mynd af raunveruleikastjörnunni fór fjölskyldan á fullt að skrúbba internetið af henni.
Sjá einnig: Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá
Þetta er ekki í fyrsta – eða fimmta – skipti sem einhver úr fjölskyldunni er sakaður um að breyta myndunum og viðhalda óraunhæfum fegurðarstöðlum, sem systurnar geta ekki staðist sjálfar.
Í lok ágúst komst upp að Kim Kardashian hafi fjarlægt heilan vöðva til að virðast vera með grennri og lengri háls.
Svo má ekki gleyma því þegar fótleggur Kourtney Kardashian var afar furðulegur, eða þegar kynningarmynd Kardashian-þáttanna var eitthvað undarlegt og þegar aðdáendur sökuðu Kylie Jenner um stórkostleg mistök. Eða þá myndbandsgalla Kendall Jenner.