fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Þúsundir skóku sig svo dögum skipti, sumir öskrandi og aðrir naktir – Af hverju dansaði fólk sig til dauða?

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 1. október 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Strassborg gáfu hugtakinu að vera sjúkur í að dansa alveg nýja merkingu á sjóðheitum degi í júlí árið 1518. Hvorki meira né minna en 400 íbúar borgarinnar dönsuðu sig nefnilega til dauða. 

Allt byrjaði þetta með konu að nafni frú Troffea sem allt í einu stóð upp frá verkum sínum, gekk út á götu og hóf að dansa. Frú Troffea hélt áfram að dansa út daginn og alla nóttina án þess að stoppa. Reyndar hélt hún áfram að hrista sig og snúast um í næstum því heila viku, augljósa andsetin að flestra mati, allt þar til hún féll í götuna og dó. 

Úrvinda dansarar á samtímamynd.

En þá höfðu fleiri fylgt í fótspor frú Troffeu og fylltust götur Strassborgar af dansandi fólki; körlum, konum og börnum.

Þegar komið var fram í ágúst höfðu þúsundir manna slegist í hópinn.

Sjóðandi blóð?

Læknar borgarinnar gátu ekki með neinu móti skilið hvað komið hafði yfir borgarbúa en flestir hölluðust að því hitabylgja sumarsins hefði eitthvað með málið að gera. Að blóðið hafi hreinlega farið að sjóða í fólki, í orðsins fyllstu merkingu.

Þegar að hróp og köll, bænir og beiðnir, dugðu ekki til að fá dansarana til að hætta sínu geðveika skaki, ákváðu borgaryfirvöld að reyna að gera það besta úr málinu og létu smíða stóran danspall. Hljómsveit var ráðin til að spila undir og atvinnudansarar sömuleiðis og skyldu þeir leiða dans borgarbúa.

Hugmyndin var ekki að auka fjörið heldur höfðu bæjaryfirvöld heyrt af fleirum tilfellum dansæða í nálægum bæjum, þó engum þetta stórtækum, þar sem fólk hefði hægt á dansinum og jafnvel hætt alfarið, þegar að tónlist var spiluð. 

Þörf til að dansa

En viðbót yfirvalda gerði illt verra og dansaði fólk jafnvel af meiri krafti. Smám saman fór hungur, þorsti og miskunnarlaus sumarhitinn að taka sinn toll og fóru dansararnir að hrynja niður, hver á fætur öðrum.

Sumir fengu heilablóðfall, aðrir hjartaáfall, beinbrot voru tíð en flestir dóu einfaldlega úr örmögnun. 

Í september fengu borgaryfirvöld nóg og náðu í það sem eftir var af hinum dansandi bæjarbúum með valdi. Voru margir með blæðandi og helsára fætur, uppköst og krampa í útlimum. Fólk var brákað og jafnvel beinbrotið en reyndi samt að dansa.

Var þeim í snarhasti komið út úr bænum og smám saman fór dansæðið að dvína. Aðspurð hvað hefði komið yfir það, sagðist fólkið ekki vita það. Það hefði einfaldlega þurft að dansa og hefði þörfin verið svo sterk að ekkert annað hefði komist að. 

Evrópuæði

Það mætti afskrifa dansæðið í Strassborg sem þjóðsögu ef ekki væri fyrir fjölda annarra heimilda um sambærilegt

Á sextándu öld dansaði fólk af áður óþekktum krafti á götum ríkja í norðaverðri Evrópu, þótt engin dansmanía hafi verið jafn fjölmenn og sú í Strassborg. 

En hvað olli dansæðinu í norður Evrópu fyrir fimm hundruð árum? Eða öllum dansfárunum sem skráð eru ef út í það er farið? Hvaða hvatir lágu þar að baki? 

Á miðöldum var talið augljóst að skrattinn sjálfur hefði tekið sér setu í fólkinu enda dans litinn hornauga. Dans var samnefnari syndar og losta og einkum tengdur vændiskonum og hórkörlum að mati alráðandi kirkjuyfirvalda. 

Bæði er til skriflegt efni svo og myndefni um dansæði miðalda.

Af hverju?

Enginn veit með vissu ástæður dansins en það eru nokkrar kenningar á lofti. 

Lengi vel var talið um væri að kenna fyrirbæri sem nefnist grasdrjólakeppur, myglusvepp sem finnst í rúg og getur valdið ofsjónum og krömpum. Sú kenning var aftur á móti afsönnuð á síðari hluta tuttugustu aldar. 

Sumir hafa haldið fram að þeir bæjarbúar sem þátt tóku hafi verið í einhvers konar leynilegri trúarreglu, sértrúarsöfnuði sem fest hefði rætur innan veggja borgarinnar. 

Enn aðrir segja að einhver tegund geðsjúkdóms hafi plagað þennan hluta norður Evrópu á öldum áður. 

Hungur og sýfilis

Útbreiddasta kenningin meðal fræðimanna  í dag er hins vegar sú að um hysteríu hafi verið að ræða. 

Mánuðirnir, og jafn vel árin, á undan höfðu ekki farið vel með íbúa Strassborgar og nágrennis. Gríðarlegir þurrkar höfðu valdið uppskerubrestum með tilheyrandi hungursneiðum auk þess sem útbreiðsla sjúkdóma á við pláguna, bólusótt og sýfilis var í sögulegu hámarki.

Fólki leið illa og margir hljóta að hafa krafið drottinn sinn svara á eymdinni.

Dansdýrlingurinn heilagur Vitus.

Og þar komum við að heilögum Vitus, dýrling dansara og skemmtikrafta, og var sá afar vel þekktur á miðöldum.

Heilagur Vitus, sem lést í píslavætti á þriðju öld eftir Krist, var talinn halda verndarhendi yfir dönsurum en einnig var trúað að hann gæti lagt bölvun á fólk væri hann þannig gíraður. Bölvunin var sögð vera í formi stjórnlauss dans. 

Þeir sem hallast að þessari kenningu segja að veikir, hungraðir og fátækir íbúar norður Evrópu hafi talið að ömurð hins daglega lífs væri syndugu líferni um að kenna . Þeir hlytu að hafa misboðið drottni sínum á einhvern hátt. Drottinn hafi því tæklað syndaselina með því að hóa í heilagan Vitus og fá hann til að dreifa bölvun sinni.

Hafi þessi hugmynd um tengsl synda og dýrlings dansins breiðst út. Í kjölfarið hafi farið af stað eins konar hópmóðursýki þar sem fólk sá sér ekki annað fært en að dansa sem eins konar syndakvittun til handa himnaföðurnum.

Dansinn var tengdur dauða.

Fjöldi heimilda 

Kannski er ofangreind skýring rétt, kannski að hluta og kannski bara alls ekki. 

Fyrsta dansæði borgara á götum úti mun hafa verið á sjöundu öld en á fjórtándu öld hljóp kippur í. Hvort dansdýrlingurinn Vitus kom við ávallt við sögu veit enginn.

Aftur á móti er til fjöldi skráðra heimilda um dansmaníu næstu áratugina og virðist sem þátttakendur hafi verið allt frá nokkrum tugum og upp í þúsundir, eins og í Strassborg. Einnig eru heimildir fyrir að dansæðið hafi hlaupið á smærri hópa og hafi þá heilu fjölskyldurnar staðið upp og hrist sig sem óðar væru. 

Virðist sem toppnum hafi verið náð á sextándu öld en frásögn af síðasta hópdansinum er að finna í annál frá miðri sautjándu öld. 

Öskur, nekt og kynlíf

Alls staðar er fyrirbærinu lýst eins. 

Fólkið virtist viljalaust, allt að því í transástandi, þegar það hóf dansinn. Sumir voru þögulir, aðrir öskruðu, margir sungu og einhverjir rifu af sér spjarirnar og dönsuðu naktir. Þeir voru til sem hentu sér í jörðina og stunduðu kynmök af krafti, skeytingarlausir um alla í kring. Að mökum loknum var dansinum haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Það leið yfir fólk, uppköst voru tíð svo og alls kyns flog og öndunarerfðileikar. En samt var dansað. 

Öll tilvikin áttu sér stað í norður Evrópu þar sem í dag er að finna Frakkland, Holland, Belgíu, Þýskaland, Sviss og Austurríki.

En eftir miðja sautjándu öld er ekki að sjá staf um stjórnlausan stans og virðist sem fyrirbærið hafi lognast úr af einhverjum ástæðum. 

Kenningar fræðimanna um að dansæði miðalda sé um að kenna flóknu samspili félagsfræðilegra, náttúrlegra og trúarlegra þátta, líkt og ofangreind tengd heilögum Vitus, hljóma vissulega sannfærandi. 

Hvað átti fólk að gera á þessum árum? Þetta var ekki í boði. Mynd/Getty

Leiðindi?

En margir segja ástæðuna mun einfaldari.

Að ofurvald kirkjunnar, bönn við öllum mögulegum lífsins lystisemdum, fátækt og hungur hafi einfaldlega gert líf íbúa norður Evrópu óbærilega leiðinlegt á miðöldum. Almenningur hafi einfaldlega þurft að blása út og á stundum hafi soðið upp úr. 

Og þá hafi verið dansað. Flóknara sé það nú ekki. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi