fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Katrín Ósk með nýja kraftaverkadagbók – Fyrsta bókin bjargaði syni hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Jóhannsdóttir beitti frumlegu ráði til að takast á við alvarlegan kvíða og félagsfælni sonar síns er hún gaf út bókina Mikilvægasta dagbók sem ég mun eiga.

Um er að ræða bók sem með einföldum og markvissum hætti hjálpar til við að byggja upp sjálfstraust. Bókin olli fyrst miklum umskiptum til hins betra í lífi sonar Katrínar en breiddist síðan út til margra Íslendinga sem kunnu afar vel að meta þessa óvenjulegu dagbók og notuðu hana sér til gagns.

Sjá einnig: Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Katrín hefur nú gefið út bókina Ég er til, Því að ég Finn; Tilfinningar. Þetta er önnur dagbók Katrínar í átt að betri líðan og andlegu heilbrigði. Í kynningartexta um bókina segir meðal annars:

„Þær tilfinningar sem við ýtum til hliðar og atburðir sem við ákveðum að láta ekki hafa áhrif á okkur, munu ganga aftur og ásækja okkur. Vextirnir geta orðið okkur dýrkeyptir og komið í formi andlegra og/eða líkamlegra veikinda.

Manneskjan er mikil tilfinningavera, jafnvel sú íslenska, og getur stór flóra tilfinninga okkar verið heilmikil rússíbanareið. Í daglegu amstri okkar gefum við okkur oft lítinn tíma til þess að skoða líðan okkar og greina það sem við finnum og af hverju. Þegar við loks komumst í ró og getum veitt atburðum dagsins athygli höfum við gleymt stórum hluta hans og aðeins stærstu tilfinningarnar haldast í minni okkar.

Þessi dagbók mun veita þér yfirsýn yfir líðan þína og fyrirferðamestu tilfinningar þínar yfir alla daga vikunnar, næstu fjórar vikur.“

 

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“