fbpx
Mánudagur 23.maí 2022
Fókus

Katrín Ósk með nýja kraftaverkadagbók – Fyrsta bókin bjargaði syni hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. janúar 2022 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Jóhannsdóttir beitti frumlegu ráði til að takast á við alvarlegan kvíða og félagsfælni sonar síns er hún gaf út bókina Mikilvægasta dagbók sem ég mun eiga.

Um er að ræða bók sem með einföldum og markvissum hætti hjálpar til við að byggja upp sjálfstraust. Bókin olli fyrst miklum umskiptum til hins betra í lífi sonar Katrínar en breiddist síðan út til margra Íslendinga sem kunnu afar vel að meta þessa óvenjulegu dagbók og notuðu hana sér til gagns.

Sjá einnig: Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Katrín hefur nú gefið út bókina Ég er til, Því að ég Finn; Tilfinningar. Þetta er önnur dagbók Katrínar í átt að betri líðan og andlegu heilbrigði. Í kynningartexta um bókina segir meðal annars:

„Þær tilfinningar sem við ýtum til hliðar og atburðir sem við ákveðum að láta ekki hafa áhrif á okkur, munu ganga aftur og ásækja okkur. Vextirnir geta orðið okkur dýrkeyptir og komið í formi andlegra og/eða líkamlegra veikinda.

Manneskjan er mikil tilfinningavera, jafnvel sú íslenska, og getur stór flóra tilfinninga okkar verið heilmikil rússíbanareið. Í daglegu amstri okkar gefum við okkur oft lítinn tíma til þess að skoða líðan okkar og greina það sem við finnum og af hverju. Þegar við loks komumst í ró og getum veitt atburðum dagsins athygli höfum við gleymt stórum hluta hans og aðeins stærstu tilfinningarnar haldast í minni okkar.

Þessi dagbók mun veita þér yfirsýn yfir líðan þína og fyrirferðamestu tilfinningar þínar yfir alla daga vikunnar, næstu fjórar vikur.“

 

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“

Sigga Dögg og Sævar gift – Athöfnin var „bönnuð innan 18 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin mennska beinagrind – Drengurinn sem gat ekki fitnað

Hin mennska beinagrind – Drengurinn sem gat ekki fitnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“

Þorbjörg svarar gagnrýni um að fyrirsæta sé „of feit“ – „Ef þú hefur áhyggjur af heilbrigði mínu ertu velkominn með mér á æfingu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum

Svona skiptir Cardi B um bleiur með löngu nöglunum sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir

Matur&heimili: Matartöfrar frá Túnis og landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna

Dóttir Heidi Klum í kjól móður sinnar 24 árum seinna