fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Fókus

Dagbókin sem bjargaði syni Katrínar breiðist út – „Þetta er kraftaverk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. október 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fimm ár hafði Katrín reynt að hjálpa syni sínum við að ná tökum á kvíða og félagsfælni. Hún var orðin mjög örvæntingarfull þegar hún greip til þess ráðs að útbúa handa honum dagbók sem hjálpar til við að byggja upp sjálfstraust með einföldum og hnitmiðuðum spurningum sem hægt er að svara stutt og laggott. Bókin hefur valdið ótrúlegum umskiptum í lífi sonar Katrínar en er líka að verða sífellt fleiri öðrum til hjálpar.

„Þetta er kraftaverk,“ segir Katrín sem aldrei óraði fyrir þeim viðbrögðum sem bókin hefur fengið, enda var hún fyrst eingöngu hugsuð sem tæki fyrir son hennar. En þar sem Katrín er barnabókahöfundur og var um þetta leyti að ganga frá útgáfu barnabókar ákvað hún að prenta nokkur eintök af dagbókinni. Það átti eftir að vinda hressilega upp á sig og er bókin hafa mikil og góð áhrif víða í samfélaginu.

„Það gengur ofboðslega vel í dag, þetta er eins og svart og hvítt og ég er í skýjunum. Þetta er fyrsta skólabyrjunin hans í sex þar þar sem ég þarf ekki að vera kvíðafull og í viðbragðsstöðu til að sækja hann í skólann eða mæta á krísufundi,“ segir Katrín um þau undursamlegu áhrif sem þessi markvissu dagbókarskrif hafa haft á son hennar.

„Dagbókin sjálf er ekki tæki sem lagar allt saman en hún er byrjunin sem fær hann til að geta nýtt sér það sem er í boði. Sonur minn var kominn á þann stað að hann sá engan tilgang með lífinu yfirhöfuð og þar með var hann ekki tilbúinn að hlusta á góð ráð eða nýta sér námskeið. Með dagbókinni gat hann unnið þá grunnvinnu sem þarf að eiga sér stað áður en stærri skref eru tekin,“ segir Katrín enn fremur.

Í dagbókinni eru meðal annars eftirfarandi staðhæfingar og fyrir neðan hverja og eina eru nokkrar línur til að fylla út:

Ég hef allt sem ég er þarf. Ég er þakklát/ur fyrir:

Ég tala vel um sjálfa/n mig. Mér þykir ég vera:

Ég á mér drauma. Einn daginn ætla ég að:

Það er gott að fá hrós. Hrós dagsins frá mér fær:

Kvíðasækin börn útsett fyrir fíknivandamálum

Katrín segir að skrif sonar hennar í dagbókina hafi verið dálítið endurtekningarsöm og yfirborðsleg til að byrja með, en samt gagnleg, enda um sannar staðhæfingar að ræða sem gott er að endurtaka. En það er gott að hvíla endurtekningarnar og opna hugann fyrir öðrum staðhæfingum. Smám saman eykst sjálfsþekkingin og skrifin verða innihaldsríkari og dýpri, og sú varð raunin hjá syni Katrínar.

Börn með kvíða og félagsfælni eru útsett fyrir fíknivandamálum á unglingsárum og það var mikið áhyggjuefni hjá Katrínu varðandi son hennar: „Ég hafði miklar áhyggjur af því að hann myndi deyfa tilfinningar sínar með efnum, þess vegna setti ég inn samveru með fjölskyldu í dagbókina, ég var að reyna að halda sambandi við strákinn minn svo við yrðum nógu náin en líka til að hann lokaði sig ekki af inni í herbergi og ég missti af sjáanlegum merkjum um að eitthvað væri í gangi.“

Þögnin rofin

Það hefur glatt Katrínu og komið henni á óvart hvað bókin hefur hjálpað mörgum. Og gagnsemi hennar virðist engan veginn takmörkuð við börn í vanda heldur hefur fullorðið fólk ekki síður getað nýtt sér hana.

Katrínu segir það afar brýnt að fólk geti rofið þögnina um persónulega vandamál eða vandamál í fjölskyldunni og dagbókin er sannarlega tæki til þess. Hefur dagbókin verið mikið til umræðu á vettvangi grasrótarstarfs í þágu bata við fíkn og hefur hún meðal annars verið til umræðu á námskeiðum í hugrænni atferlismeðferð sem er afar útbreitt meðferðarform.

Katrín dáist að því hvað sonur hennar hefur verið opinskár um vanda sinn í því skyni að hjálpa öðrum:

„Ég get ekki hrósað stráknum mínum nógsamlega fyrir að vilja deila þessum viðkvæmu og persónulegu upplýsingum en hann gerir það með glöðu geði. Hann veit hvað þetta var erfiður tími og ef reynsla hans getur hjálpað einhverjum þá hikar hann ekki við að deila henni.“

Styrkir samtökin „Það er von“

Katrín hefur ákveðið að styrkja samtökin „Það er von“ sem styðja fíkla á leið til bata, um 700 krónur af hverju seldu eintaki. Sjálf hefur hún aldrei neytt ólöglegra fíkniefna og aldrei átt í vandræðum með áfengisneyslu. Tengsl hennar við „Það er von“ eru með öðrum hætti:

„Hún Berglind Ýr, sem tengist samtökunum og er dásamleg vinkona mín í dag, sendi mér skilaboð um að hún hefði nýtt sér dagbókina til góðs. Í kjölfar varð hún einskonar markaðsstjóri fyrir mig og hefur verið óþreytandi að kynna dagbókina.“

Segir Katrín það vera ánægjulegt að geta gefið til baka með þessum hætti og haldið um leið áfram að breiða út þennan boðskap sem virðist gagnast svo mörgum vel.

„Ég hef þá framtíðarsýn að samfélagið geti orðið betra á allskonar vegu ef fólk tileinkar sér þá sjálfskoðun sem þessi litla dagbók býður upp á,“ segir Katrín að lokum, alsæl yfir því ævintýri sem þessi dagbók er orðin, sem upphaflega var bara þrautaráð í vonlítilli stöðu.

 

Sjá bókavef Katrínar

Sjá vefsvæði dagbókarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Útlitið er ekki allt, en ég hef það engu að síður“

Vikan á Instagram – „Útlitið er ekki allt, en ég hef það engu að síður“
Fókus
Í gær

Hesturinn át gull, fíllinn fékk íbúð í páfgarði og púðlan var skipuð herforingi – Heimsins mestu dekurdýr

Hesturinn át gull, fíllinn fékk íbúð í páfgarði og púðlan var skipuð herforingi – Heimsins mestu dekurdýr
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svindlarinn sem sendi heilu bankana í gjaldþrot – Ævintýralegt líf drottningar fjársvikanna

Svindlarinn sem sendi heilu bankana í gjaldþrot – Ævintýralegt líf drottningar fjársvikanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar

Þegar krakkarnir héngu á Hallærisplaninu, bjórlíki var selt og Rás 2 þótti ofursvöl – Molar frá lummulegasta tíma Íslandssögunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir Harry styles grípur til varna eftir allt dramað í kringum myndina

Móðir Harry styles grípur til varna eftir allt dramað í kringum myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Khloe átti erfitt með að horfa á fyrsta þátt nýrrar þáttraðar The Kardashians

Fyrrverandi eiginmaður Khloe átti erfitt með að horfa á fyrsta þátt nýrrar þáttraðar The Kardashians
Fókus
Fyrir 4 dögum

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs

Síðasta ljósmyndin – Augnabliki síðar varð þessi friðsæla verslunargata vettvangur blóðbaðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna

Móðir náttúra er óútreiknanleg – Heimsins sjaldgæfustu samsetningar hárs og augna