fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sóley Mist fann ástina á Smitten – „Þetta var í fyrsta skiptið sem ég sendi á strákinn fyrst“

Fókus
Miðvikudaginn 28. september 2022 14:06

Sóley Mist og kærastinn. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótaforritið Smitten fagnar tveggja ára afmæli í dag en Smitten fékk 1.400 milljóna króna fjármögnun á dögunum. Fyrirtækið hefur gengið vel og stækkað hratt á þessum tveimur árum en starfsmenn Smitten eru nú orðnir 16 talsins. Smitten er vinsælasta stefnumóta-app á Íslandi og hefur einnig náð miklum vinsældum í Danmörku og Kólumbíu.

„Þessi tvö ár hafa verið ótrúlega skemmtileg. Við lögðum upp með að búa til skemmtilegasta deiting app í heimi og miðað við vinsældir appsins held ég að við séum á góðri leið með það” segir Davíð Örn Símonar­son, fram­kvæmda­stjóri og annar stofnenda Smitten. „Til að gera skemmtilegasta deitingappið þarf vinnustaðurinn líka að vera skemmtilegur og held ég að allir í teyminu geti verið sammála um að það sé hvergi skemmtilegra að vinna”.

Á þessum tveimur árum hefur notendum fjölgað stöðugt og hafa 340 þúsund manns sótt appið og hafa notendur svæpað yfir 200 milljón sinnum sem hefur skilað rúmlega 2 milljón mötchum og yfir 12 milljón sendum skilaboðum en í dag eru send skilaboð að meðaltali aðra hverja sekúndu í appinu. Útfrá gögnum og endurgjöf þegar notendur hafa hætt á appinu getum við áætlað að það séu um það bil 15.000 manns sem hafa fundið ástina á Smitten. Síðustu vikur höfum við fengið nokkrar skemmtilegar sögur frá fyrrum notendum Smitten sem hafa fundið ástina.

Fyrrum notandi Smitten

„Fyrir rúmlega ári síðan eyddi ég Smitten aðgangnum mínum og sárt að segja þá er ég frekar viss um að ég muni ekki fara þangað aftur. Ég mun sakna þess alltaf en þökk sé Smitten þá hef ég fundið þann sem ég var að leita að. Að eilífu uppáhalds appið mitt sem opnaði fyrir svo mörg ný tækifæri og ævintýri, takk fyrir mig Smitten.” segir Sóley Mist en hún fann einmitt ástina sína á Smitten.

„Ég kynntist kærastanum mínum á Smitten. Ég og besta vinkona mín vorum að spjalla og fá okkur smá vín eitt föstudagskvöldið. Ég var búin að matcha við hann og skildi ekkert af hverju hann var ekki búinn að senda neitt á mig. Ég ákvað þá að senda á hann, þetta var í fyrsta skiptið sem ég sendi á strákinn fyrst og ég sá alls ekki eftir því! Ég vissi ekkert hvernig ég átti að byrja samtalið þannig ég ákvað að reyna að svara spurningum um hann sem gekk mjög illa en nógu vel svo að hann vildi tala við mig. Ég viðurkenni það að ég bjóst ekki vð að kynnast kærastanum mínum á Smitten en ég er svo ótrulega þakklát fyrir að hafa sent á hann því hann gerir alla daga betri,” segir ónafngreindur notandi.

Í tilefni afmælisins verður „happy hour” í appinu þar sem notendur fá endalaus Sparks, svo allir ættu að geta fundið einhvern og hver veit nema þú finnir ástina. Smitten er frítt og aðgengilegt á App Store og Google Play Store en þú getur kynnt þér Smitten betur á smittendating.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu