fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Gamalt viðtal við Adam Levine dregið aftur fram í sviðsljósið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. september 2022 15:30

Adam Levine. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamalt viðtal við Adam Levine frá árinu 2009 hefur verið dregið aftur fram í sviðsljósið en það eru ummæli hans um framhjáhald sem eru í brennideplinum.

Það hefur farið framhjá fáum að Adam Levine, söngvari Maroon 5, hefur verið talsvert í fréttum þessa vikuna.

Sjá einnig: Framhjáhaldið sem skekur Hollywood – Adam Levine rýfur þögnina og aðrar stjörnur blanda sér í málið

Þetta byrjaði á því að Instagram-fyrirsætan Sumner Stroh sagðist hafa átt í áralöngu ástarsambandi við hann. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram og sögðust hafa átt í daðurslegum eða kynferðislegum samskiptum við hann á samfélagsmiðlum. Adam þvertók fyrir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, fyrirsætunni Behati Prinsloo, en viðurkenndi að hann hafi „stundum átt óviðeigandi“ samskipti við aðrar konur á netinu.

Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Fleiri fyrirsætur stíga fram og birta svakaleg skjáskot

Ummæli um framhjáhald

Nú er gamalt viðtal Cosmopolitan við söngvarann að fara eins og eldur í sinu um netheima, en í því viðurkennir hann að hafa haldið framhjá.

Aðspurður af hverju karlmenn halda framhjá sagði hann að það væri ekki „náttúrulegt“ að vera í sambandi með einni manneskju.

„Einkvæni er ekki í erfðaefni okkar. Fólk heldur framhjá. Ég hef haldið framhjá. Og veistu hvað? Það er engin verri tilfinning en að gera það,“ sagið hann árið 2009.

Sjá einnig: Fyrrverandi jógakennari Adam Levine segir skilaboð frá honum hafi leitt til heimilisofbeldis

Saman í áratug

Adam og Behati hafa verið saman síðan árið 2012 og gift síðan 2014. Þau eiga von á sínu þriðja barni saman en fyrirsætan greindi frá því aðeins þremur dögum áður en allt sprakk.

Fjölskylduvinur þeirra sagði í samtali við E! News að Behati sé í uppnámi en trúir eiginmanni sínum um að ekkert líkamlegt hafi gerst milli hans og Sumner Stroh. Til þessa hefur hún ekki tjáð sig sjálf opinberlega um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“