Í maí var leikkonan Hilary Duff á forsíðu tölublaðs Women’s Health. Hilary sat fyrir nakin í blaðinu en hún sagði það vera langt út fyrir þægindarammann sinn. „Jæææææja, þetta var ógnvekjandi. Ég vissi að þetta myndi gera mig óttaslegna og ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði leikkonan um myndatökuna á Instagram-síðu sinni.
Myndirnar af Hilary vöktu töluverða athygli þegar þær komu út en sömu sögu er að segja um nektarmyndir sem fyrirsætan Julia Berit birti á dögunum. Julia ákvað nefnilega að endurgera nektarmyndirnar af Hilary til að „fagna mismunandi líkömum fyrir að vera nákvæmlega eins og þeir eru.“
Sjá einnig: „Mér fannst ég sterk og falleg“
Julia birti myndirnar á Instagram-síðu sinni en hún segir í færslunni að hún hafi eytt 9 árum af lífi sínu í að reyna að móta líkamann sinn í eitthvað sem hann er ekki. „Núna er ég að fagna líkamanum mínum fyrir NÁKVÆMLEGA það sem hann er,“ segir hún.
Fyrirsætan segir að Hilary Duff hafi verið stærsta fyrirmyndin hennar þegar hún var að alast upp. „Þegar ég sá forsíðuna á Women’s Health tölublaðinu með skilaboðunum um að endurskilgreina styrk og framfarir þá vissi ég að mig langaði að endurgera þessar myndir!
Þá segir Julia að myndirnar af henni eigi hvorki að vera „fyrir og eftir“ myndir né hafi þær verið teknar til að bera líkama hennar og Hilary saman. „Við konur höfum verið þjálfaðar í að pæla í öllum göllunum okkar og að við eigum að vera í endalausri leit að leiðum til að „laga“ líkamana okkar, koma þeim í eitthvað mót sem þeir áttu kannski aldrei að vera í fyrir það fyrsta,“ segir hún.
„Hvað með að við fögnum því sem gerir okkur öðruvísi í staðinn fyrir að reyna að móta okkur allar í sama formið!“
Að lokum þakkar Julia teyminu sem gerði myndirnar að veruleika en einungis konur komu að myndatökunni. „Ég er endalaust þakklát ykkur fyrir að hjálpa mér.“
Hér fyrir neðan má sjá færsluna og myndirnar sem um ræðir:
View this post on Instagram