Leikkonan Hilary Duff segir að hún hefði farið vel út fyrir þægindarammann þegar hún sat fyrir nakin fyrir nýjasta tölublað Women‘s Health.
„Jæææææja, þetta var ógnvekjandi. Ég vissi að þetta myndi gera mig óttaslegna og ég hafði rétt fyrir mér,“ segir hún í færslu á Instagram.
Aðeins konur komu að tökunni og segir leikkonan að hún hefði skemmt sér konunglega. „Mér fannst ég sterk og falleg. Ég hló mikið þegar ég var að koma mér í þessar stellingar, án þess að vera í uppháum buxum og einhverju víðu – eins og ég er vanalega klædd.“
Hilary þakkar ljósmyndaranum, Daniella Midenge, fyrir að fanga augnablik þar sem henni fannst hún bæði berskjölduð og sterk.
View this post on Instagram
Hilary Duff fer um víðan völl í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.