fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Eign dagsins – Úthverfadraumur á Völlunum

Fókus
Mánudaginn 30. maí 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sem dreymir um hið klassíska úthverfa líf langar líklega mörgum að komast út úr látunum og óreiðunni sem oft einkennir miðsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú er komið á sölu snoturt raðhús á Völlunum í Hafnarfirði að sem gæti verið til þess fallið að láta úthverfadrauma fólks rætast.

Ráðhúsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr og er skráð stærð eignarinnar 222,4 fermetrar. Lýsing eignarinnar í fasteignaauglýsingu er eftirfarandi:

„Um er að ræða fallegt raðhús á tveimur hæðum með fallegum innréttingum. Anddyri með flísum, hol með flísum, stór stofa/borðstofa með rúmgóðu eldhúsi, falleg innrétting, flísalagt gólf. Útgengt út á stóra timburverönd í suður, heitur pottur og glæsileg lýsing, garðurinn er vel búin af gróðri. Opinn fallegur stigi milli hæða, á efri hæð eru þrjú rúmgóð svefnherbergi með parketi, stórir skápar, rúmgott þvottahús með innréttingu, sjónvarpshol er stórt og auðvelt  að breyta því í fimmta svefnherbergið. Stórt baðherbergi, flísalagt með bæði sturtu og kari. Innbyggður bílskúr með innangengt í íbúðarrými. Fyrir framan húsið er gott plan og lítill garður.“ 

Á myndunum má sjá að önnur raðhús í sömu götu hafa mörg byggt pall yfir allan garðinn. En þessi úthverfadraumur sker sig úr þar sem pallur er aðeins á hluta lóðar og má þar einnig finna gróður og gras. Þetta gerir það að verkum að garðurinn er sérlega aðlaðandi og ekki skemmir fyrir að þar má finna heitan pott með skjólvegg. Þegar dimma tekur nýtur garðurinn sín jafnvel enn betur þar sem hann er búinn hlýlegri og skemmtilegri lýsingu.

Ásett verð er 128,7 milljónir en nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“