fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Playboy kanínurnar skömmuðust sín of mikið til að tala um getnaðarlim Hugh Hefner

Fókus
Föstudaginn 18. mars 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tasha Reign dreymdi um að verða ein af Playboy-kanínum Hugh Hefner en þegar draumurinn rættist áttaði hún sig á því að veruleikinn væri annar.

Tasha, sem hefur átt langan feril sem klámstjarna, var á dögunum í viðtali í hlaðvarpsþættinum Private Talks. Hún segir að hún og aðrir leikfélagar, eða „playmates“ eins og stúlkurnar voru kallaðar, töluðu aldrei um getnaðarlim Hugh Hefner.

Sem klámstjarna og fyrirsæta vildi Tasha ólm komast í Playboy tímaritið. Hún eyddi miklum tíma í Playboy setrinu en varð aldrei ein af kærustum auðjöfursins.

Aðspurð hvort hún hefði einhvern tíma sofið hjá Hugh segir hún: „Ég sá aldrei typpið hans, en þannig var hann, hann fílaði að vera við stjórnina.“

Þáttastjórnandinn spyr þá: „Talaði einhver í húsinu um [typpið hans]? Var það stórt? Var það lítið?“

„Enginn talaði um það og ég held að það sé vegna þess að það var mikil skömm í kringum það að sofa hjá honum, stelpurnar skömmuðust sín fyrir að stunda kynlíf með honum. Þannig það var ekki eitthvað: „Ó typpið hans er svona.“ Frekar að þær montuðu sig af því að hafa ekki sofið hjá honum.“

Tasha segir að Hugh hefði verið mjög góður í því að fá konur til sín. „Það voru fullt af konum sem skrifuðu honum bréf, eða mættu á setrið og spurðu hvort þær mættu koma í svefnherbergið eftir bíókvöld,“ segir hún.

Þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.

Mikil umræða hefur verið undanfarið um Hugh Hefner og Playboy setrið. Fyrrverandi kærustur hans hafa stigið fram og afhjúpað dökku hliðar menningarinnar sem þreifst þar.

Sjá einnig: Ekkja Hugh Hefner opnar sig og líkir Playboy-höllinni við fangelsi – „Ég er enn að jafna mig eftir ákveðin atvik“

Mikið af upplýsingum sem mála Hugh í neikvæðu ljósi komu fram í heimildarþáttunum Secrets of Playboy sem komu út í byrjun árs.

Sjá einnig: Segist hafa tekið „hættulega ákvörðun“ þegar hún kom inn í Playboy-veröld Hugh Hefner

Sjá einnig: „Hópkynlíf fimm sinnum í viku braut mig algjörlega niður“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala