fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Ekkja Hugh Hefner opnar sig og líkir Playboy-höllinni við fangelsi – „Ég er enn að jafna mig eftir ákveðin atvik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. desember 2021 20:30

Crystal og Hugh Hefner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Hefner er ekkja Hugh Hefner, sem var stofnandi, útgefandi og aðalritstjóri Playboy-tímaritsins. Hann lést 91 árs að aldri árið 2017 og skildi eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Eftir að hann lést erfði Crystal andvirði 915 milljónir króna og 654 milljóna króna hús, sem hún síðar seldi. Restin að auðæfum hans fór til barnanna hans og ýmsa góðgerðamála og samtaka.

Playboy-höllin hefur verið töluvert á milli tannana á fólki, sérstaklega eftir andlát Hugh. Þá hafa fyrrverandi kærustur hans og hinar svokölluðu „Playboy-kanínur“ stigið fram og afhjúpað dökku hliðar menningarinnar sem þreifst þar.

Crystal hefur nú bæst í hóp þeirra og líkir Playboy-höllinni við fangelsi, en segir að á sama tíma hefði höllin verið griðastaður hennar.

Hún greinir frá þessu í færslu á Instagram. Hún deilir mynd af sér frá árinu 2016.

„Ég er hrifin af þessari mynd. Þetta var nálægt endanum þegar ég var byrjuð að segja nei við að gera hluti sem voru ekki ég. Hárið var orðið náttúrulegra, ég fjarlægði brjóstapúðana. Ég var ekki lengur að bera á mig gervibrúnku eða þykjast yfir höfuð,“ segir hún.

„Ég var enn veik, líkamlega og andlega, en byrjuð í bataferli.“

Crystal segir að henni finnst alltaf erfitt að tala um Playboy-höllina. „Því í aðra höndina var þetta griðarstaður fyrir mig en hina höndina var þetta fangelsið mitt. Það sama á við um Hef. Hann var góður við mig á marga vegu, en oft var hann það ekki. Ég er enn að jafna mig eftir ákveðin atvik,“ segir hún.

„Ég upplifi ákveðna þversögn þegar ég horfi til baka. Ég vil byrja að opna mig og vera hreinskilin við ykkur um þetta allt,“ segir hún við þrjár milljónir fylgjenda sinna á Instagram.

Crystal tjáði sig enn frekar um máli í Story á Instagram og svaraði fylgjanda sem spurði af hverju hún breytti ekki eftirnafni sínu til að vera „alveg frjáls.“

„Þegar við giftum okkur fór Mary, aðstoðarkona Hugh Hefner, á fullt og sótti um að breyta nafninu strax því það er það sem [Hugh Hefner] vildi. Ein vinkona mín gifti sig seinna og spurði mig hvernig þetta virkar og ég hafði engin svör. Þetta var allt gert fyrir mig á svipstundu og svo urðu allir samfélagsmiðlarnir mínir með Hefner nafninu og hér er ég núna,“ segir hún.

Crystal hét Crystal Harris áður en hún hét Crystal Hefner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta