fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
Fókus

Gekk um götur New York í sundfötum

Fókus
Mánudaginn 14. febrúar 2022 13:58

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagna fer fram tískusýningin New York Fashion Week í New York í Bandaríkjunum, borgin er því nú full af tískurisum og fyrirsætum. Þrátt fyrir mikla samkeppni náði fyrirsætan Apollonia Llewellyn að stela athyglinni en það gerði hún með heldur óvenjulegum fatnaði miðað við árstímann og hnattlæga staðsetningu New York borgar.

Apollonia ákvað nefnilega að vera klædd sundfötum er hún skellti sér í göngutúr í frostinu um götur borgarinnar í gær. Ásamt sundfötunum klæddist fyrirsætan síðri hvítri úlpu en hún hafði hana þó opna, að minnsta kosti á meðan myndatakan fyrir Instagram-síðuna hennar fór fram.

„Þegar það snjóar í New York þá er aðeins eitt sem ég get gert…“ skrifar Apollonia með myndinni á Instagram og lét tjákn (e. emoji) af sundfötum fylgja með.

Myndin hefur vakið mikla lukku hjá fylgjendum fyrirsætunnar en rúmlega 11 þúsund hafa sett hjarta við hana. Þá hafa athugasemdirnar hrannast inn. „Ótrúleg mynd,“ skrifar til að mynda einn fylgjandi hennar. „Guð minn góður hættu, þetta er geggjað,“ skrifar svo annar fylgjandi hennar.

Myndina sem um ræðir má sjá í færslunnihér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Loksins fær heimurinn að sjá Fisto á hvíta tjaldinu“ – Sjáðu stiklu nýjustu stórmyndar Jóhannesar Hauks

„Loksins fær heimurinn að sjá Fisto á hvíta tjaldinu“ – Sjáðu stiklu nýjustu stórmyndar Jóhannesar Hauks
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún Nanna varar við trendinu sem er að tröllríða öllu

Guðrún Nanna varar við trendinu sem er að tröllríða öllu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mari og Njörður eiga von á sumarbarni – Sjáðu myndböndin þegar þau deila gleðitíðindunum

Mari og Njörður eiga von á sumarbarni – Sjáðu myndböndin þegar þau deila gleðitíðindunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Greinir frá heilsufarsvandamálum í nýju viðtali – „Síðustu ár erfið og pirrandi“

Greinir frá heilsufarsvandamálum í nýju viðtali – „Síðustu ár erfið og pirrandi“