fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

4 hlutir sem benda til að hann sé að fara að halda framhjá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 09:09

HaydarW/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilhugalífið getur verið jafn óþolandi og leiðinlegt eins og það getur verið spennandi og skemmtilegt. Ef þú ert að velta fyrir þér hvers vegna karlmaður hefur ekki svarað skilaboðum frá þér þá er mögulega maður nokkur með svarið.

Hann kallar sig HaydarW á samfélagsmiðlum og er giftur maður frá Tyrklandi, en búsettur í Ástralíu. Hann nýtur mikilla vinsælda á TikTok fyrir myndbönd sín um sannleikann á bak við sambönd og samskipti kynjanna.

Í einu myndbandi nefnir hann fjórar ástæður fyrir því að karlmaður svari ekki skilaboðum. Hann segir það geta verið vegna þess að „honum leiðast skilaboðin frá þér,“ „honum finnst eins og hann sé að sjá um alla vinnuna“, „hann hafði aldrei það mikinn áhuga til að byrja með“ eða „hann hefur fundið einhverja aðra.“ Hann segir algengustu ástæðuna vera þá að karlmaðurinn hafði aldrei áhuga til að byrja með.

Haydar hefur einnig greint frá fimm atriðum sem gefa til kynna að þú sért ekki í rétta sambandinu. Eins og ef makinn er „stöðugt að vanvirða þig“ og ef þú hugsar reglulega um að slíta sambandinu. „Þegar þú ert oftar óhamingjusöm en hamingjusöm,“ segir hann.

@haydarbey_w_96##preteningtoloveyou ##haydar_w_1996 ##theydontcareaboutyou ##theyneverlikeyouback ##foryoupage ##knowyourworth ##foryou ##fyp ##foryoupage ##valueyourself ##fyp♬ original sound – łüćŷ

Haydar hvetur einnig þær konur sem líður eins og kærastinn sé kannski að þykjast elska þær að taka eftir hvort kærastinn velji vinina fram yfir þær.

Hann segir að stærsta vísbendingin um að makanum þykir ekki vænt um þig er ef hann daðrar opinskátt við aðrar konur.

Sjá einnig: Segir allar konur þrá þessa týpu af karlmanni – „Í alvöru, er eitthvað kynþokkafyllra?“

Vísbending um framhjáhald

Í öðru myndbandi fer Haydar yfir fjóra hluti sem karlmenn, að hans sögn, gera áður en þeir halda framhjá. „Hann byrjar að rífast oftar,“ „hann talar mikið um framhjáhald“, „hann er fjarlægari“ og „hann breytir rútínunni sinni og vinnur oftar fram eftir.“

Eins og fyrr segir hafa myndbönd Haydar slegið í gegn, það er þó rétt að taka fram að hann er hvorki lærður sambandsráðgjafi né sérfræðingur í þessum málum. En fjöldi kvenna virðast tengja við myndböndin og kunna að meta ráð hans.

„Þetta eru öll merkin sem ég er að taka eftir í mínu sambandi en ég get samt ekki farið frá honum,“ segir ein kona.

„Já svo satt, ég var að fara í gegnum þetta í síðustu viku,“ segir önnur kona við myndbandið um af hverju karlmaður svarar ekki skilaboðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni